Þórarinn Böðvar Egilson
Þórarinn Böðvar Egilson (3. nóvember 1881 – 22. júlí 1956) var útgerðarmaður og framkvæmdastjóri í Hafnarfirði. Hann var sonur Þorsteins Sveinbjörnssonar Egilson, kaupmanns, og konu hans, Elísabetar Þórarinsdóttur. Þórarinn var dóttursonur Þórarins Böðvarssonar, prófasts í Görðum, og sonarsonur Sveinbjarnar Egilssonar, rektors.
Þórarinn kvæntist 31. október 1908 Elísabetu Guðrúnu Halldórsdóttur Egilson, dóttur Halldórs Þórðarsonar, bókbindara í Reykjavík, og átti með henni tvær dætur, Sesselju Erlu Þórarinsdóttur Egilson og Maríu Dóru Egilson.
Tenglar
breyta- „Þórarinn B. Egilson, útgm.: Minningarorð“ í Sjómannablaðinu Víking 18. árg. 9. tbl., 1. september 1956, bls 167. Skoðað 2. júní 2012.