Vilhjálmur Stefánsson
Vilhjálmur Stefánsson (3. nóvember 1879 - 26. ágúst 1962) var landkönnuður og mannfræðingur af íslenskum ættum. Hann fæddist í Gimli í Manitobafylki í Kanada og var við nám í N-Dakóta og Iowa og lauk námi í mannfræði frá Harvard-háskóla og kenndi þar einnig um tíma.
Áhugi Vilhjálms á Norðurheimskautssvæðinu var mjög mikill og var hann einna fyrstur til að rannsaka menningu og líf Inúíta að nokkru ráði. Fyrir þær sakir var hann einn best þekkti landkönnuður síns tíma. Eftir hann liggja margar bækur og rit og eru skrif hans enn í dag uppspretta fróðleiks um líf á norðurslóðum.
Hann ferðaðist í mörg ár um norðursvæði Kanada og stóð meðal annars fyrir leiðangri á skipinu Karluk norður gegnum Beringssund inn í hinn frosnu hafsvæði norðurpólsins. Sú ferð endaði illa og var tilefni nokkurrar gagnrýni á Vilhjálm.
Heimildir
breyta- Gísli Pálsson: Writing on Ice: The Ethnographic Notebooks of V. Stefansson, University Press of New England, Hanover, New Hampshire, USA 2001, ISBN 1-58465119-9.
- Gísli Pálsson: Travelling Passions: The Hidden Life of Vilhjalmur Stefansson, translated by Keneva Kunz. University of Manitoba Press, Winnipeg, Manitoba, Canada 2005, ISBN 0-887551793.
Tenglar
breyta