Antti Rinne

45. forsætisráðherra Finnlands

Antti Juhani Rinne (f. 3. nóvember 1962) er finnskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Finnlands í sex mánuði árið 2019. Hann var formaður finnska Jafnaðarmannaflokksins frá 9. maí 2014 til 22. ágúst 2020. Hann var fjármálaráðherra og varaforsætisráðherra landsins frá 2014 til 2015 og hefur setið á finnska þinginu frá árinu 2015.[1][2] Undir stjórn Rinne unnu Jafnaðarmenn nauman sigur í þingkosningum árið 2019. Þann 6. júní árið 2019 var Rinne útnefndur forsætisráðherra Finnlands í samsteypustjórn Jafnaðarmanna, Miðflokksins, Græna bandalagsins, Vinstribandalagsins og Sænska þjóðarflokksins.[3][4][5]

Antti Rinne
Forsætisráðherra Finnlands
Í embætti
6. júní 2019 – 10. desember 2019
ForsetiSauli Niinistö
ForveriJuha Sipilä
EftirmaðurSanna Marin
Persónulegar upplýsingar
Fæddur3. nóvember 1962 (1962-11-03) (61 árs)
Helsinki, Finnlandi
ÞjóðerniFinnskur
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiHeta Ravolainen
HáskóliHáskólinn í Helsinki

Rinne er lögfræðingur að atvinnu og er með gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Helsinki.[6] Hann var formaður í stéttarfélagi sérfræðinga í einkageiranum frá 2002 til 2005, formaður stéttarfélags launþega frá 2005 til 2010 og formaður stéttarfélagsins Ammattiliitto Pro frá 2010 til 2014. Rinne sigraði Jutta Urpilainen í formannskjöri Jafnaðarmannaflokksins þann 9. maí árið 2014.[7]

Þann 3. desember árið 2019 lýsti Rinne yfir afsögn sinni úr embætti forsætisráðherra. Afsögn hans kom í kjölfar margra daga verkfalls starfsmanna finnsku póstþjónustunnar sem hafði raskað samgöngum í landinu nokkuð. Vegna framgöngu Rinne í málinu lýsti Miðflokkurinn því yfir að hann nyti ekki lengur trausts þeirra í stjórnarsamstarfinu.[8] Varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, Sanna Marin, var í kjölfarið kjörin til að leiða ríkisstjórnina.[9]

Tilvísanir breyta

  1. „Antti Rinne“. Eduskunta. Sótt 9. júní 2019.
  2. „Ministerit nimikkeittäin - Valtiovarainministeri“. Valtioneuvosto.fi. Sótt 9. júní 2019.
  3. „Antti Rinne appointed as Finland's new PM“. Yle Uutiset. 6. júní 2019. Sótt 9. júní 2019.
  4. „Finlande : un nouveau gouvernement pour une politique plus sociale“. Les Échos. 3. júní 2019. Sótt 9. júní 2019.
  5. „Premier gouvernement de gauche en Finlande depuis 20 ans“. Le Figaro. 6. júní 2019. Sótt 9. júní 2019.
  6. „Kuka on Antti Rinne?“. Yle. 9. maí 2014. Sótt 9. júní 2019.
  7. Antti Rinne on SDP:n uusi puheenjohtaja
  8. Ásgeir Tómasson (3. desember 2019). „Verkfall hjá póstinum felldi finnska forsætisráðherrann“. RÚV. Sótt 3. desember 2019.
  9. Brynjólfur Þór Guðmundsson (8. desember 2019). „Sanna Marin verður yngsti forsætisráðherra Finna“. RÚV. Sótt 8. desember 2019.


Fyrirrennari:
Juha Sipilä
Forsætisráðherra Finnlands
(6. júní 201910. desember 2019)
Eftirmaður:
Sanna Marin