Antti Rinne
Antti Juhani Rinne (f. 3. nóvember 1962) er finnskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Finnlands í sex mánuði árið 2019. Hann var formaður finnska Jafnaðarmannaflokksins frá 9. maí 2014 til 22. ágúst 2020. Hann var fjármálaráðherra og varaforsætisráðherra landsins frá 2014 til 2015 og hefur setið á finnska þinginu frá árinu 2015.[1][2] Undir stjórn Rinne unnu Jafnaðarmenn nauman sigur í þingkosningum árið 2019. Þann 6. júní árið 2019 var Rinne útnefndur forsætisráðherra Finnlands í samsteypustjórn Jafnaðarmanna, Miðflokksins, Græna bandalagsins, Vinstribandalagsins og Sænska þjóðarflokksins.[3][4][5]
Antti Rinne | |
---|---|
Forsætisráðherra Finnlands | |
Í embætti 6. júní 2019 – 10. desember 2019 | |
Forseti | Sauli Niinistö |
Forveri | Juha Sipilä |
Eftirmaður | Sanna Marin |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 3. nóvember 1962 Helsinki, Finnlandi |
Þjóðerni | Finnskur |
Stjórnmálaflokkur | Jafnaðarmannaflokkurinn |
Maki | Heta Ravolainen |
Háskóli | Háskólinn í Helsinki |
Rinne er lögfræðingur að atvinnu og er með gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Helsinki.[6] Hann var formaður í stéttarfélagi sérfræðinga í einkageiranum frá 2002 til 2005, formaður stéttarfélags launþega frá 2005 til 2010 og formaður stéttarfélagsins Ammattiliitto Pro frá 2010 til 2014. Rinne sigraði Jutta Urpilainen í formannskjöri Jafnaðarmannaflokksins þann 9. maí árið 2014.[7]
Þann 3. desember árið 2019 lýsti Rinne yfir afsögn sinni úr embætti forsætisráðherra. Afsögn hans kom í kjölfar margra daga verkfalls starfsmanna finnsku póstþjónustunnar sem hafði raskað samgöngum í landinu nokkuð. Vegna framgöngu Rinne í málinu lýsti Miðflokkurinn því yfir að hann nyti ekki lengur trausts þeirra í stjórnarsamstarfinu.[8] Varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, Sanna Marin, var í kjölfarið kjörin til að leiða ríkisstjórnina.[9]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Antti Rinne“. Eduskunta. Sótt 9. júní 2019.
- ↑ „Ministerit nimikkeittäin - Valtiovarainministeri“. Valtioneuvosto.fi. Sótt 9. júní 2019.
- ↑ „Antti Rinne appointed as Finland's new PM“. Yle Uutiset. 6. júní 2019. Sótt 9. júní 2019.
- ↑ „Finlande : un nouveau gouvernement pour une politique plus sociale“. Les Échos. 3. júní 2019. Sótt 9. júní 2019.
- ↑ „Premier gouvernement de gauche en Finlande depuis 20 ans“. Le Figaro. 6. júní 2019. Sótt 9. júní 2019.
- ↑ „Kuka on Antti Rinne?“. Yle. 9. maí 2014. Sótt 9. júní 2019.
- ↑ Antti Rinne on SDP:n uusi puheenjohtaja
- ↑ Ásgeir Tómasson (3. desember 2019). „Verkfall hjá póstinum felldi finnska forsætisráðherrann“. RÚV. Sótt 3. desember 2019.
- ↑ Brynjólfur Þór Guðmundsson (8. desember 2019). „Sanna Marin verður yngsti forsætisráðherra Finna“. RÚV. Sótt 8. desember 2019.
Fyrirrennari: Juha Sipilä |
|
Eftirmaður: Sanna Marin |