Norðurlöndin

Norðurlöndin er samheiti sem notað er yfir fimm lönd í Norður-Evrópu: Ísland, Finnland, Svíþjóð, Noreg og Danmörku. (Stundum er orðið Skandinavía notað í sömu merkingu.) Lönd þessi eru einnig öll aðildarríki að Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Einnig eru sjálfstjórnarlöndin Áland, Færeyjar og Grænland aðilar að ráðinu og ráðherranefndinni.

Norðurlöndin
Fánar þeirra ríkja sem tilheyra Norðurlöndunum

Danmörk, Finnland og Svíþjóð eru nú aðilar að Evrópusambandinu og Ísland og Noregur nátengd með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu. Sjálfstjórnarsvæðin Færeyjar og Grænland standa utan Evrópusambandsins.

Saga NorðurlandaBreyta

Saga Norðurlanda hefur verið samtvinnuð frá upphafi, frá því að ríki fóru að myndast á tíundu öld einkenndust samskipti þeirra lengi vel mest af valdabaráttu, styrjöldum og ágreiningi.

Tengt efniBreyta