Byssupúður, hvort sem það er svart púður eða reyklaust púður, er efni sem brennur mjög hratt og gefur frá sér lofttegundir sem virka sem drifefni á skot í skotvopnum. Byssupúður er fyrsta sprengiefnið sem fundið var upp, en elstu heimildir geta þess í kringum 850 í Kína og þaðan breiddist þekkingin á gerð þess út eftir Silkiveginum. Arabar lærðu að nota það á 13. öld og þaðan hefur það borist til Evrópu.

Mongólar kasta sprengju á japanskan samúræja í innrás Mongóla í Japan 1281.

Samsetning

breyta

Byssupúður er búið til úr saltpétri, viðarkolum og brennisteini sem yfirleitt er blandað í hlutföllunum 15:3:2.

Tenglar

breyta
   Þessi vopnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.