Kódíak-eyja

Eyja undan strönd Alaska í Bandaríkjunum
(Endurbeint frá Kodiak-eyja)

57°28′N 153°26′V / 57.467°N 153.433°V / 57.467; -153.433

Kort af Kodiakeyju.
Gervihnattamynd af eyjunni.
Kodiak bærinn.
Skógur á Kodiakeyju.

Kódiak-eyja er stór eyja við suðurströnd Alaska-fylkis. Hún er 9311 ferkílómetrar að stærð og er stærsta eyjan í Kodiakeyjaklasanum, sem hún tilheyrir. Stærsti bærinn heitir Kodiak og eru helstu samgönguæðar þar. Eyjan er hluti af sveitarfélaginu Kodiak Island Borough en þar búa um 14.000 manns (2014). Ennfremur er hún næststærsta eyja Bandaríkjanna eftir einungis Havaí.

Eyjan er fjöllótt og skógi vaxin að norðan- og austanverðu en sunnan megin er lítið af trjám. Sitkagreni er helsta trjátegundin. Kodiak-björninn (Ursus arctos middentorffi) er undirtegund brúnbjarnar og er sérstakur fyrir eyjuna ásamt kodiakkrabbanum.

Árið 1763 könnuðu rússneskir kaupmenn eyjuna og námu land. Fiskveiðar eru mikilvægur atvinnuvegur á Kodiakeyju.

Heimild

breyta