Dómkirkjan í Reykjavík

kirkja í Reykjavík

Dómkirkjan í Reykjavík er embættiskirkja biskups Íslands og þar með höfuðkirkja hinnar lúthersku þjóðkirkju Íslands sem og sóknarkirkja nokkurra elstu hverfa Reykjavíkur. Hún er staðsett við Austurvöll, og við hlið hennar er Alþingishúsið.

Dómkirkjan í Reykjavík
Dómkirkjan í Reykjavík
Reykjavík (2023)
Almennt
Prestakall:  Dómkirkjuprestakall
Byggingarár:  1787
Breytingar:  Tekin í gegn 1817, skrúð- og líkhús byggð 1819, stækkuð 1846-48, tekin í gegn 1878 og endurvígð ári seinna. Miklar endurbætur 2000
Arkitektúr
Efni:  Höggvið grjót
Dómkirkjan í Reykjavík á Commons

Frá endurreisn Alþingis 1845 hefur sú hefð haldist að þingsetning hefst með messu í Dómkirkjunni og þaðan leiðir dómkirkjuprestur svo þingmenn til Alþingis.

Upphaflega var ákveðið að reist skyldi dómkirkja í Reykjavík árið 1785 í kjölfar suðurlandsskjálfta sem ollu mjög miklum skemmdum í Skálholti. Þá var einnig ákveðið að hún skyldi einnig vera sóknarkirkja Reykvíkinga og koma í stað Víkurkirkju, sem þá var orðin of lítil og illa farin.

Upphaflega átti að reisa hina nýju kirkju utan um þá gömlu, en árið 1787, þegar átti að fara að hefja þá vinnu kom í ljós að það var ekki hægt af ýmsum ástæðum og henni var því valinn staður örstutt frá þar sem nú er Austurvöllur. Alls kyns vandræði komu upp, og það var ekki fyrr en árið 1796 að hin nýja Dómkirkja í Reykjavík var vígð. Kirkjan dugði þó ekki vel, árið 1815 var hún ekki talin hæf til messuhalds og hún var tekin algjörlega í gegn árið 1817. Tveimur árum síðar var svo byggt við kirkjuna, bæði skrúðhús og líkhús. Svo var það 1846-1848 að aftur var kirkjan stækkuð, það verkefni fékk danski arkitektinn Laurits Albert Winstrup. Hún var bæði hækkuð og byggt við hana. Sement var notað í fyrsta skipti á Íslandi við múrhúðun veggja hennar. [1]

Lítið var gert í kirkjunni þangað til árið 1878, en þá var hún í algjörri niðurníðslu. Upp úr því var hún algjörlega tekin í gegn á ný og endurvígð á næsta ári. Síðan þá hefur henni verið haldið við nokkuð reglulega, nú síðast var turninum breytt í upprunalegt horf.

Eitt og annað

breyta
  • Merki Kristjáns 8. prýðir framhlið kirkjuturnins (eitthvað er þó R'ið torséð)

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta
  • Hjörleifur Stefánsson, Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson. 1987. Kvosin – Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Torfusamtökin, Reykjavík.

Tenglar

breyta

64°8′47.94″N 21°56′21.62″V / 64.1466500°N 21.9393389°V / 64.1466500; -21.9393389