Lars Ulrich

Lars Ulrich (f. 26. desember 1963 í Gentofte) er trommuleikari þungarokkshljómsveitarinnar Metallica. Hann er fæddur og uppalinn í Danmörku og var á sínum yngri árum efnilegur tennisleikari. Hann skorti þó aga og ásetning til að ná langt í íþróttinni. Hann stofnaði Metallica ásamt James Hetfield. Árið 2017 hlaut hann Dannebrogsorðuna fyrir framlag til tónlistar.

Lars Ulrich.
Lars Ulrich við trommuleik árið 2004.
Lars trommar með offorsi árið 2008.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.