Indlandshaf

þriðja stærsta úthaf jarðar

Indlandshaf er þriðja stærsta úthaf jarðar og þekur um 20% af yfirborði hennar, eða 73.556.000 km². Það markast af suðurströnd Asíu í norðri (Indlandsskaga), Arabíuskaganum og Afríku í vestri, í austri af Malakkaskaga, Sundeyjum og Ástralíu og í suðri af Suður-Íshafinu. Það greinist frá Atlantshafinu við 20. lengdargráðu austur og frá Kyrrahafi við 147. lengdargráðu austur. Nyrsti punktur Indlandshafs er í Persaflóa. Eyríki í Indlandshafi eru Madagaskar, Kómoreyjar, Seychelleseyjar, Maldíveyjar, Máritíus og Srí Lanka. Indónesía er við jaðar þess.

Indlandshaf

Meðaldýpi er tæplega 3,75 km en mesta dýpt rétt rúmir 7 250 m. Dýpsti hluti Indlandshafs er nefndur Java-áll

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.