1342
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1342 (MCCCXLII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Munkar í Þykkvabæjarklaustri börðu Þorlák Loftsson ábóta og hröktu hann úr klaustrinu.
- Jón Hallsson úr Dal undir Eyjafjöllum fangaði Arnór Þórðarson sýslumann og lét fóthöggva hann og fingurhöggva.
- Ormur Ásláksson varð biskup á Hólum.
Fædd
Dáin
- 7. október - Ketill Þorláksson á Kolbeinsstöðum, riddari og hirðstjóri.
- Eiríkur Sveinbjarnarson í Vatnsfirði, riddari og hirðstjóri (f. um 1277).
Erlendis
breyta- 7. maí - Klemens VI (Pierre Roger) varð páfi.
- 16. júní - Álaborg í Danmörku fékk kaupstaðarréttindi.
- 26. júní - Svíar unnu sigur á Dönum í orrustu við Kaupmannahöfn.
- 16. júlí - Loðvík 1. varð konungur Ungverjalands.
- 4. september - Jóhannes Komnenos 3. varð keisari í Trebisond.
- Konstantín 4. (Guy de Lusignan)) varð konungur Armeníu.
Fædd
- 15. janúar - Filippus 2. hertogi af Búrgund (d. 1404).
- Mótpáfinn Klemens VII (d. 1394).
- Levon 5. Lusignan, konungur Armeníu (d. 1393).
Dáin
- 24. apríl - Benedikt XII páfi.
- 16. júlí - Karl 1., konungur Ungverjalands.