Davíð Þorláksson
Davíð Þorláksson (f. 16. september 1980 á Akureyri) er íslenskur lögfræðingur og framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Davíð er fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) en hann var kjörinn formaður í ágúst 2011 og fékk 62% atkvæða á móti 38% atkvæðum mótframbjóðanda hans, Björns Jóns Bragasonar.[1] Hann hefur skrifað greinar í tímaritið Þjóðmál og var einnig pistlahöfundur á Fréttablaðinu.
Davíð var stúdent af náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri, lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 2006, MBA gráðu frá London Business School og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2009. Hann sat í stjórn SUS 2003-2005 og hefur verið ritari Varðbergs. Davíð starfaði sem lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, verkefnastjóri við lagadeild Háskólans í Reykjavík og aðstoðarkennari við lagadeild Háskóla Íslands. Þá starfaði hann sem yfirlögfræðingur fjárfestingabankans Askar Capital frá árinu 2007 og til 2009 þegar hann færði sig yfir til Icelandair Group en þar starfaði hann sem yfirlögfræðingur til ársins 2017 er hann hóf störf hjá Samtökum atvinnulífsins sem forstöðumaður samkeppnishæfnissviðs. Í janúar 2021 var Davíð ráðinn framkvæmdastjóri Betri samgangna, opinbers hlutafélags í eigu íslenska ríkissins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, sem sér um framkvæmd Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðissins. [2][3][4]
Tilvitnanir
breyta- ↑ Davíð Þorláksson kjörinn formaður
- ↑ Davíð Þorláksson fer frá Askar til Icelandair Group[óvirkur tengill]
- ↑ „Sa.is, „Nýjir forstöðumenn Samtaka atvinnulífsins" (skoðað 5. nóvember 2019)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. nóvember 2019. Sótt 5. nóvember 2019.
- ↑ „Davíð Þorláksson ráðinn til að stýra Betri samgöngum“. Kjarninn. 5. janúar 2021. Sótt 6. nóvember 2021.