Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru var stofnaður þann 16. september árið 2010 af ríkisstjórn Íslands að tillögu Svandísar Svavarsdóttur þáverandi umhverfisráðherra. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar og stofnaður til heiðurs því mikla starfi sem Ómar hefur lagt til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru.[1]

Mynd af frímerkjaörk sem gefin var út á degi íslenskrar náttúru 16. september 2019. Um er að ræða tvö 1000g frímerki. Hönnuður arkarinnar, Hlynur Ólafsson, sker frímerkin út úr málverki Eggerts Péturssonar listmálara, „Án titils“ (Tröllaskagi) 2010-2011..
Á degi íslenskrar náttúru 16. september 2019 var gefin út örk með tveimur 1000g frímerkjum er byggðu á verki Eggerts Péturssonar listmálara.


Tilvísanir

breyta
  1. „Dagur íslenskrar náttúru“. Umhverfis-og auðlindaráðuneytið. Sótt 17. september 2012.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.