Ronald Ross
Sir Ronald Ross (13. maí 1857 – 16. september 1932) var skoskur læknir sem þekktastur er fyrir að hafa uppgötvað hvernig malaría berst með moskítóflugum af Anopheles ættkvísl og fyrir að hafa fundið malaríusýkilinn og leitt út lífsferli hans í flugum og mönnum. Fyrir rannsóknir sínar á malaríu hlaut hann nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði árið 1902.
Lífvísindi 19. og 20. öld | |
---|---|
Nafn: | Sir Ronald Ross |
Fæddur: | 13. maí 1857 í Almora á Indlandi |
Látinn | 16. september 1932 í London í Englandi |
Svið: | Örverufræði, læknisfræði |
Markverðar uppgötvanir: |
Malaríusýkillinn og smitleið hans |
Verðlaun og nafnbætur: |
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði 1902 |
Tenglar
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Ronald Ross.