Shinzō Abe
Shinzō Abe (安倍 晋三 Abe Shinzō, IPA: [abe ɕiɴzoː]; f. 21. september 1954, d. 8. júlí 2022) var 57. og fyrrverandi forsætisráðherra Japans og fyrrum forseti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Abe sagði af sér þann 12. september 2007 vegna lélegs gengis flokksins í kosningum en varð forsætisráðherra á ný þann 26. desember 2012. Alls sat Abe í um níu ár í embætti og var því þaulsetnasti forsætisráðherra í sögu Japans.
Shinzō Abe | |
---|---|
安倍 晋三 | |
Forsætisráðherra Japans | |
Í embætti 26. september 2006 – 26. september 2007 | |
Þjóðhöfðingi | Akihito |
Forveri | Junichiro Koizumi |
Eftirmaður | Yasuo Fukuda |
Í embætti 26. desember 2012 – 16. september 2020 | |
Þjóðhöfðingi | Akihito Naruhito |
Forveri | Yoshihiko Noda |
Eftirmaður | Yoshihide Suga |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 21. september 1954 Tókýó, Japan |
Látinn | 8. júlí 2022 (67 ára) Nara, Japan |
Dánarorsök | Skotinn til bana |
Stjórnmálaflokkur | Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn |
Hæð | 1,75 m |
Maki | Akie Abe (g. 1987) |
Foreldrar | Shintarō Abe (faðir) Yōko Abe (móðir) |
Háskóli | Seikei-háskóli Suður-Kaliforníuháskóli |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Abe var barnabarn fyrrum forsætisráðherrans Nobusuke Kishi, sem var einn af æðstu embættismönnum japanska stjórnkerfisins á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.[1] Abe var hægrisinnaður þjóðernissinni sem talaði lengi fyrir því að utanríkisstefnu Japans yrði breytt og horfið frá hreinni friðarstefnu sem hefur verið bundin í stjórnarskrá landsins frá lokum seinna stríðs.[2]
Abe sagði af sér af heilsufarsástæðum þann 28. ágúst árið 2020. Hann hafði lengi þjáðst af sáraristilbólgu sem hafði þá nýlega versnað.[3]
Á útifundi í júlí 2022 í borginni Nara var Abe skotinn til bana á meðan hann hélt stuðningsræðu fyrir frambjóðanda. Árásarmaðurinn var fyrrverandi sjóliði á fimmtugsaldri að nafni Tetsuya Yamagami, sem notaði heimagerða byssu til verksins.[4][5] Yamagami sagðist hafa drepið Abe þar sem hann taldi hann tengjast Sameiningarkirkjunni í Japan, sértrúarsöfnuði sem hann kenndi um að hafa keyrt móður hans í gjaldþrot.[6][7]
Tilvísanir
breyta- ↑ Ian Buruma (17. desember 2013). „Syndir feðranna í Austur-Asíu“. mbl.is. Sótt 8. júlí 2022.
- ↑ „Burt með sektarkenndina“. Vísir. 21. september 2006. Sótt 8. júlí 2022.
- ↑ Andri Yrkill Valsson (28. ágúst 2020). „Abe segir af sér af heilsufarsástæðum“. RÚV. Sótt 28. ágúst 2020.
- ↑ Magnús Jochum Pálsson (8. júlí 2022). „Shinzo Abe skotinn til bana“. Vísir. Sótt 8. júlí 2022.
- ↑ Svava Marín Óskarsdóttir (8. júlí 2022). „Fyrrverandi forsætisráðherra Japans skotinn til bana“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júlí 2022. Sótt 8. júlí 2022.
- ↑ Árni Sæberg (9. júlí 2022). „Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot“. Vísir. Sótt 9. júlí 2022.
- ↑ „Morðinginn taldi Abe tengjast moonistum“. Fréttablaðið. 11. júlí 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. mars 2022. Sótt 2. ágúst 2022.
Fyrirrennari: Junichiro Koizumi |
|
Eftirmaður: Yasuo Fukuda | |||
Fyrirrennari: Yoshihiko Noda |
|
Eftirmaður: Yoshihide Suga |