Shinzō Abe

90. forsætisráðherra Japans

Shinzō Abe (安倍 晋三 Abe ShinzōIPA: [abe ɕiɴzoː]; f. 21. september 1954, d. 8. júlí 2022) var 57. og fyrrverandi forsætisráðherra Japans og fyrrum forseti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Abe sagði af sér þann 12. september 2007 vegna lélegs gengis flokksins í kosningum en varð forsætisráðherra á ný þann 26. desember 2012. Alls sat Abe í um níu ár í embætti og var því þaulsetnasti forsætisráðherra í sögu Japans.

Shinzō Abe
安倍 晋三
Shinzō Abe árið 2015.
Forsætisráðherra Japans
Í embætti
26. september 2006 – 26. september 2007
ÞjóðhöfðingiAkihito
ForveriJunichiro Koizumi
EftirmaðurYasuo Fukuda
Í embætti
26. desember 2012 – 16. september 2020
ÞjóðhöfðingiAkihito
Naruhito
ForveriYoshihiko Noda
EftirmaðurYoshihide Suga
Persónulegar upplýsingar
Fæddur21. september 1954(1954-09-21)
Tókýó, Japan
Látinn8. júlí 2022 (67 ára) Nara, Japan
DánarorsökSkotinn til bana
StjórnmálaflokkurFrjálslyndi lýðræðisflokkurinn
Hæð1,75 m
MakiAkie Abe (g. 1987)
ForeldrarShintarō Abe (faðir)
Yōko Abe (móðir)
HáskóliSeikei-háskóli
Suður-Kaliforníuháskóli
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Abe var barnabarn fyrrum forsætisráðherrans Nobusuke Kishi, sem var einn af æðstu embættismönnum japanska stjórnkerfisins á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.[1] Abe var hægrisinnaður þjóðernissinni sem talaði lengi fyrir því að utanríkisstefnu Japans yrði breytt og horfið frá hreinni friðarstefnu sem hefur verið bundin í stjórnarskrá landsins frá lokum seinna stríðs.[2]

Abe sagði af sér af heilsufarsástæðum þann 28. ágúst árið 2020. Hann hafði lengi þjáðst af sáraristilbólgu sem hafði þá nýlega versnað.[3]

Á útifundi í júlí 2022 í borginni Nara var Abe skotinn til bana á meðan hann hélt stuðningsræðu fyrir frambjóðanda. Árásarmaðurinn var fyrrverandi sjóliði á fimmtugsaldri að nafni Tetsuya Yamagami, sem notaði heimagerða byssu til verksins.[4][5] Yamagami sagðist hafa drepið Abe þar sem hann taldi hann tengjast Sameiningarkirkjunni í Japan, sértrúarsöfnuði sem hann kenndi um að hafa keyrt móður hans í gjaldþrot.[6][7]

Tilvísanir

breyta
  1. Ian Buruma (17. desember 2013). „Syndir feðranna í Austur-Asíu“. mbl.is. Sótt 8. júlí 2022.
  2. „Burt með sektarkenndina“. Vísir. 21. september 2006. Sótt 8. júlí 2022.
  3. Andri Yrkill Valsson (28. ágúst 2020). „Abe segir af sér af heilsufarsástæðum“. RÚV. Sótt 28. ágúst 2020.
  4. Magnús Jochum Pálsson (8. júlí 2022). „Shinzo Abe skotinn til bana“. Vísir. Sótt 8. júlí 2022.
  5. Svava Marín Óskarsdóttir (8. júlí 2022). „Fyrrverandi forsætisráðherra Japans skotinn til bana“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. júlí 2022. Sótt 8. júlí 2022.
  6. Árni Sæberg (9. júlí 2022). „Taldi að Abe tengdist trúar­hópi sem keyrði móður hans í gjald­þrot“. Vísir. Sótt 9. júlí 2022.
  7. „Morðinginn taldi Abe tengjast moonistum“. Fréttablaðið. 11. júlí 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. mars 2022. Sótt 2. ágúst 2022.


Fyrirrennari:
Junichiro Koizumi
Forsætisráðherra Japans
(26. september 200626. september 2007)
Eftirmaður:
Yasuo Fukuda
Fyrirrennari:
Yoshihiko Noda
Forsætisráðherra Japans
(26. desember 201216. september 2020)
Eftirmaður:
Yoshihide Suga


   Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Japan er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.