Langholtskirkja
Langholtskirkja er í Langholtsprestakalli en það prestakall varð til 24. janúar 1952 en gengu í gildi lög sem skiptu nokkrum söfnuðum í Reykjavík í smærri söfnuði og var Laugarnesprestakalli skipt upp í Laugarnes- og Langholtsprestaköll.Fyrsti prestur safnaðarins var séra Árelíus Níelsson. Fyrsta skóflustunga að kirkjubyggingu var tekin 2. september 1956 en kirkjan var ekki vígð fyrr en árið 16. september 1984. Kirkjan er teiknuð af Hörður Bjarnason þáverandi húsameistari ríkisins.
Langholtskirkja | ||
Almennt | ||
Prestakall: | Langholtsprestakall | |
---|---|---|
Núverandi prestur: | Guðbjörg Jóhannesdóttir | |
Arkitektúr | ||
Arkitekt: | Hörður Bjarnason | |
Efni: | Steinsteypa | |
Harðar deilur voru um árabil milli Jóns Stefánssonar organista og Flóka Kristinssonar sóknarprests í Langholtskirkju. Deilurnar hófust þegar söfnun á af pípuorgeli fór á stað árið 1992 en staðsetningu þess hafði áhrif á hvernig prestur sneri við altarisþjónustu. [1]