Boun Oum

Forsætisráðherra Laos (1912-1980)

Boun Oum prins (fæddur 12. desember 1912, dó 17. mars 1980) var sonur Ratsadanay, síðasta konungsins í Champasak. Boun Oum var erfðaprins í Champasak þegar konungdæmið þar var lagt niður 1946 þegar allt Laos varð að einu konungdæmi.

Boun Oum
ບຸນອຸ້ມ ນະ ຈຳປາສັກ
Forsætisráðherra Laos
Í embætti
25. mars 1948 – 24. febrúar 1950
ÞjóðhöfðingiSisavang Vong
ForveriSouvannarath
EftirmaðurPhoui Sananikone
Í embætti
13. desember 1960 – 23. júní 1962
ÞjóðhöfðingiSisavang Vatthana
ForveriSouvanna Phouma
EftirmaðurSouvanna Phouma
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. desember 1911
Champasak, Laos
Látinn17. mars 1980 (68 ára) Boulogne-Billancourt, Frakklandi
StjórnmálaflokkurÓflokksbundinn
MakiMom Nang Buvanabarni Bouaphanh
Börn9

Pólitískt var Boun Oum alltaf hægrisinnaður og eindreginn stuðningsmaður þess að Frakkland stjórnaði Laos. Hann hafði 15 000 manna herlið sem barðist við Japani og Lao Issara á árunum 1945 til 1947. Hann var forsætisráðherra í konunglegu ríkisstjórninni 19481950 og aftur 19601962.

Eftir það snéri hann sér frá beinum afskiptum af stjórnmálum en fór að stunda ýmiskonar viðskipt með bækistöðvar í Pakse og Champasak. Hann hélt þó áfram að stjórna bakvið tjöldin þar til að Pathet Lao tók völdin í landinu 1975. Hann flúði þá til Frakklands og kom aldrei aftur til Laos.

Heimildir

breyta
  • Stuart-Fox, Martin (1997) A History of Laos. Cambridge: University Press.