Boun Oum
Boun Oum prins (fæddur 12. desember 1912, dó 17. mars 1980) var sonur Ratsadanay, síðasta konungsins í Champasak. Boun Oum var erfðaprins í Champasak þegar konungdæmið þar var lagt niður 1946 þegar allt Laos varð að einu konungdæmi.
Boun Oum ບຸນອຸ້ມ ນະ ຈຳປາສັກ | |
---|---|
Forsætisráðherra Laos | |
Í embætti 25. mars 1948 – 24. febrúar 1950 | |
Þjóðhöfðingi | Sisavang Vong |
Forveri | Souvannarath |
Eftirmaður | Phoui Sananikone |
Í embætti 13. desember 1960 – 23. júní 1962 | |
Þjóðhöfðingi | Sisavang Vatthana |
Forveri | Souvanna Phouma |
Eftirmaður | Souvanna Phouma |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 12. desember 1911 Champasak, Laos |
Látinn | 17. mars 1980 (68 ára) Boulogne-Billancourt, Frakklandi |
Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundinn |
Maki | Mom Nang Buvanabarni Bouaphanh |
Börn | 9 |
Pólitískt var Boun Oum alltaf hægrisinnaður og eindreginn stuðningsmaður þess að Frakkland stjórnaði Laos. Hann hafði 15 000 manna herlið sem barðist við Japani og Lao Issara á árunum 1945 til 1947. Hann var forsætisráðherra í konunglegu ríkisstjórninni 1948 – 1950 og aftur 1960 – 1962.
Eftir það snéri hann sér frá beinum afskiptum af stjórnmálum en fór að stunda ýmiskonar viðskipt með bækistöðvar í Pakse og Champasak. Hann hélt þó áfram að stjórna bakvið tjöldin þar til að Pathet Lao tók völdin í landinu 1975. Hann flúði þá til Frakklands og kom aldrei aftur til Laos.
Heimildir
breyta- Stuart-Fox, Martin (1997) A History of Laos. Cambridge: University Press.