Ítalski kommúnistaflokkurinn

Ítalski kommúnistaflokkurinn (ítalska: Partito Comunista Italiano eða PCI) varð til eftir klofning í ítalska sósíalistaflokknum á flokksþingi þess síðarnefnda í Livorno 21. janúar 1921. Amadeo Bordiga og Antonio Gramsci stóðu fyrir klofningnum. Flokkurinn var bannaður af alræðisstjórn fasista en varð aftur virkur í ítölskum stjórnmálum þegar hillti undir lok síðari heimsstyrjaldar.

Ítalski kommúnistaflokkurinn
Partito Comunista Italiano
Aðalritari Antonio Gramsci
Ruggero Grieco
Palmiro Togliatti
Luigi Longo
Enrico Berlinguer
Alessandro Natta
Achille Occhetto
Stofnár 21. janúar 1921
Lagt niður 3. febrúar 1991
Gekk í Vinstri-lýðræðisflokkinn
Höfuðstöðvar Via delle Botteghe Oscure 4, Róm
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Kommúnismi, marx-lenínismi[1][2][3]
Frá áttunda áratugnum:
Endurskoðunarstefna,[4] jafnaðarstefna, Evrókommúnismi
Einkennislitur Rauður  

Hann var útilokaður frá stjórnarþátttöku á eftirstríðsárunum og varð langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Ítalíu með milli 20 og 30% atkvæða í kosningum. 1974 vann hann sinn stærsta kosningasigur og fékk 34,4% atkvæða, mest allra kommúnistaflokka á Vesturlöndum.

1991 leysti flokkurinn sjálfan sig upp til að mynda vinstri-lýðræðisflokkinn með aðild að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna. Róttækari armur flokksins myndaði þá endurstofnun kommúnistaflokksins undir stjórn Armando Cossutta.

Tilvísanir

breyta
  1. De Rosa, Gabriele; Monina, Giancarlo (2003). Rubbettino (ritstjóri). L'Italia repubblicana nella crisi degli anni Settanta: Sistema politico e istitutzioni. bls. 79. ISBN 9788849807530.
  2. Cortesi, Luigi (1999). FrancoAngeli (ritstjóri). Le origini del PCI: studi e interventi sulla storia del comunismo in Italia. bls. 301. ISBN 9788846413000.
  3. La Civiltà Cattolica. 117. árgangur. 1966. bls. 41–43. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júní 2018. Sótt 28. júní 2018.
  4. Morando, Enrico (2010). Donzelli (ritstjóri). Riformisti e comunisti?: dal Pci al Pd : I "miglioristi" nella politica italiana. bls. 54–57. ISBN 9788860364821.