1418
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1418 (MCDXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Árni Ólafsson Skálholtsbiskup, sem gegndi jafnframt biskupsembætti á Hólum því Jón Tófason, sem skipaður var 1411, kom ekki til landsins fyrr en 1419, reið á einum degi um veturinn á hjarni yfir Kjöl; var við óttusöng í Skálholti um morguninn en kom til Hóla fyrir aftansöng.
- Maður að nafni Ívent eða Avant Sasse fór um landið og safnaði peningum fyrir heilagan Antóníus.
- Veturinn 1417-1418 var kallaður Bónavetur vegna fjárbóna og álagna sem Árni biskup fylgdi fast eftir, meðal annars fyrir hönd Eiríks konungs af Pommern, sem átti í kosnaðarsömum hernaði.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 19. maí - Jóhann óttalausi, hertogi af Búrgund, hertók París.
- September - Englendingar hófu umsátur um Rouen.
- Kirkjuþinginu í Konstans lauk, en það hafði staðið frá 1414.
- Portúgalar hófu landnám á Madeiraeyjum.
Fædd
- 6. janúar - Kristófer af Bæjaralandi, konungur Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar.
- 12. desember - Albert 6., erkihertogi af Austurríki (d. 1463).
- Pétur 2., hertogi af Bretagne (d. 1457).
- Jóhann 2. konungur Kýpur (d. 1458).
Dáin
- 2. júní - Katrín af Lancaster, Kastilíudrottning, kona Hinriks 3.
- 21. desember - Jóhann XXIII, fyrrverandi mótpáfi (f. um 1370).
- Nicolas Flamel, franskur skrifari og handritasali og oft talinn helsti gullgerðarmaður Evrópu á sinni tíð (f. 1330).