Eygló Harðardóttir (stjórnmálamaður)

íslenskur stjórnmálamaður

Eygló Þóra Harðardóttir (fædd 12. desember 1972 í Reykjavík) er íslenskur fyrrum þingmaður og fyrrum félags- og húsnæðismálaráðherra.[1] Eygló bauð sig fyrst fram til Alþingis árið 2007 og var varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi þar til Guðni Ágústsson sagði af sér þingmennsku. Í janúar 2009 var hún kjörin ritari flokksins og hefur gegnt þeirri stöðu síðan og skipaði hún annað sæti á lista flokksins í þingkosningunum 2009. Árið 2013 varð hún oddviti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi og var í kjölfar þingkosninga skipuð félags- og húsnæðismálaráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Eygló Harðardóttir (EyH)
Félags- og húsnæðismálaráðherra Íslands
Í embætti
23. maí 2013 – 11. janúar 2017
ForsætisráðherraSigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigurður Ingi Jóhannsson
ForveriGuðbjartur Hannesson
EftirmaðurÞorsteinn Víglundsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2008 2013  Suðurkjördæmi  Framsóknarfl.
2013 2017  Suðvesturkjördæmi  Framsóknarfl.
Persónulegar upplýsingar
Fædd12. desember 1972 (1972-12-12) (52 ára)
Reykjavík, Íslandi
MakiSigurður E. Vilhelmsson
Börn2
HáskóliStokkhólmsháskóli
Háskóli Íslands
Vefsíðahttp://blog.eyjan.is/eyglohardar/
Æviágrip á vef Alþingis

Eygló fæddist 12. desember 1972 í Reykjavík og eru foreldrar hennar Svanborg Óskarsdóttir og Hörður Rögnvaldsson. Móðir Eyglóar var aðeins 16. ára gömul þegar hún átti hana og bjuggu þær í kjallaraíbúð hjá foreldrum hennar í Hlíðahverfi fyrstu árin á meðan Svanborg lauk stúdentsprófi og fór í kennaranám. Megnið af æskunni bjó Eygló í Breiðholti þar sem hún gekk í Breiðholtsskóla og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992.[2] Hún lauk Fil.kand prófi í listasögu frá Stokkhólmsháskóla árið 2000 og stundaði framhaldsnám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands frá 2007. Eygló er búsett í Mosfellsbæ og er gift Sigurði E. Vilhelmssyni, en saman eiga þau tvö börn.

Þingstörf

breyta

Eygló sat á Alþingi fyrir Suðurkjördæmi frá nóvember 2008. Hún tók sæti á Alþingi fyrir hönd Framsóknarflokksins þegar Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður flokksins sagði af sér þingmennsku. Fyrir Alþingiskosningarnar 2009 skipaði hún annað sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og var 7. þingmaður kjördæmisins.

Eygló sat í heilbrigðisnefnd, iðnaðarnefnd og umhverfisnefnd Alþingis árin 2008-2009. Hún sat í menntamálanefnd og viðskiptanefnd árin 2009-2011 og allsherjar- og menntamálanefnd árið 2011. Á árunum 2009-2010 sat hún í þingmannefnd [3] til að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis[4]. Eygló var formaður verðtrygginganefndar efnahags- og viðskiptaráðherra [5], en nefndin hafði það hlutverk að leita leiða til að draga úr vægi verðtryggingar.

Tilvísanir

breyta
  1. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, skoðað 18. júlí 2015.
  2. Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir (Fréttablaðið), Föstudagsviðtalið: „Það er enginn kassi fyrir alla,“ skoðað 19. júlí 2015.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. apríl 2012. Sótt 23. apríl 2012.
  4. [1]
  5. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. júlí 2012. Sótt 17. febrúar 2021.

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Guðbjartur Hannesson
Félagsmálaráðherra
(23. maí 20132017)
Eftirmaður:
Þorsteinn Víglundsson