Opna aðalvalmynd
Franz Schubert eftir Wilhelm August Rieder. Olíumálverk frá 1875, gerð eftir vatnslitamynd frá 1825 eftir Rieder.

Franz Peter Schubert (31. janúar 179719. nóvember 1828) var austurrískt tónskáld. Hann samdi um 600 söngljóð, sjö fullkláraðar sinfóníur, kirkjulega tónlist, óperur, kammerverk og einleiksverk fyrir píanó. Á okkar tímum er hann þekktastur fyrir sönglögin, svo sem Vetrarferðina (Winterreise á þýsku) og Die schöne Müllerin, ásamt sinfóníunum. Schubert bjó lengst af ævinnar í Vínarborg en hann stríddi við mikil veikindi síðustu æviár sín og lést langt fyrir aldur fram.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.