Barnalánið kallast hluti af efnahagsráðstöfunum, sem ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens greip til í efnahagsþrengingum snemma á 9. áratugnum. Barnalánið voru tvö kúlulán sem ríkisstjórnin undir forystu Ragnars Arnalds fjármálaráðherra, tók hjá Hambros-bankanum í London upp á 15 milljónir sterlingspunda árið 1981, og aðrar 15 milljónir árið 1983, alls 30 milljónir punda. Lánið hafði gjalddaga þann 31. janúar árið 2016[1] og hefur verið kallað „Barnalánið“ því ljóst var að það yrðu börn þeirra sem tóku lánið sem greiddu það upp.

Af láninu voru greiddir fastir 14.5% vextir árlega. Kúlulán með 14,5% vöxtum til 35 ára, þýðir að eingreiðslan í lok lánstímans er 114 sinnum hærri en upphaflega lánið.[2]

Lánið var óverðtryggt en hins vegar er það háð breytingum á gengi sterlingspunds, sem var tæpar 15 krónur þegar lánið var tekið en var í febrúar 2015 um 200 krónur og lánið komið í 5,6 miljarða kr. [3] Þegar börnin borguðu loksins lánið var upphæðin 7,1 milljarður.[4]

Andvirði lánsins var nýtt til margvíslegra framkvæmda, meðal annars til þess að minnka atvinnuleysi. Fjármálaráðherra var Ragnar Arnalds.[5]

Barnalánið hefur verið greitt upp að fullu.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 8. janúar 2016.
  2. Heiðar Guðjónsson (23. mars 2021). „Sykurpúðarnir“. Viðskiptablaðið. Sótt 23. mars 2021.
  3. „Skuldir ríkissjóðs í desember 2014“. Launamál ríkisinns. Sótt 5. febrúar 2015.[óvirkur tengill]
  4. Fréttablaðið (16. október 2019). „Íhaldsmaður á almannafé“. Fréttablaðið - 241. tölublað. bls. 10. Sótt 18. mars 2021.
  5. Fréttablaðið (16. október 2019). „Íhaldsmaður á almannafé“. Fréttablaðið - 241. tölublað. bls. 10. Sótt 18. mars 2021.
  6. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/30/barnalanid_loks_greitt_eftir_35_ar/

Heimildir

breyta