Jean-Pierre Bourtayre
Jean-Pierre Bourtayre (f. 31. janúar 1942 - 4. mars 2024) var franskur lagahöfundur, sonur Henri Bourtayre. Jean-Pierre hóf feril sinn sem lagahöfundur á 7. áratug 20. aldar. Hann samdi lög fyrir hljómsveitina Les Chats sauvages og árið 1968 sló lag hans „Adieu Monsieur le professeur“ í gegn. Árið 1971 átti hann vinningslagið í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1971, „Un banc, un arbre, une rue“ sem franska söngkonan Séverine flutti fyrir hönd Mónakó. Á 8. áratugnum hóf hann samstarf við Claude François og samdi fyrir hann smelli á borð við „Le téléphone pleure“, „Magnolias for Ever“ og „Alexandrie Alexandra“. Á sama tíma samdi hann lög fyrir sjónvarpsþætti, meðal annars upphafslag sjónvarpsþáttaraðarinnar Arséne Lupin.