1703
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1703 (MDCCIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 24. mars - Þórdís Jónsdóttir í Bræðratungu flúði undan barsmíðum Magnúsar Sigurðssonar, manns síns. Hann taldi hana eiga í ástarsambandi við Árna Magnússon.
- Allsherjarmanntal tekið á Íslandi, hið fyrsta í heiminum sem nær yfir heila þjóð og getur um nafn, aldur og þjóðfélagsstöðu allra íbúa.
- Björn Þorleifsson biskup samdi um kaup á Hólaprentsmiðju, sem flutt hafði verið suður í Skálholt, og lét flytja hana aftur að Hólum.
Fædd
- Bjarni Halldórsson, sýslumaður á Þingeyrum (líklega).
Dáin
Opinberar aftökur
- Jón Jónsson úr Ísafjarðarsýslu hengdur á Alþingi, fyrir þjófnað.
- Gísli Einarsson úr Borgarfjarðarsýslu hengdur á Alþingi, fyrir þjófnað.
- Jón Þorláksson úr Árnessýslu hengdur á Alþingi, fyrir þjófnað.
- Jón Þórðarson úr Árnessýslu hengdur á Alþingi, fyrir þjófnað og flakk.
- Katrínu Þorvarðsdóttur, 33 ára, úr Borgarfjarðarsýslu, drekkt á Alþingi fyrir dulsmál.[1]
Erlendis
breyta- 27. maí - Pétur mikli Rússakeisari stofnaði Sankti Pétursborg með það að markmiði að gera hana að höfuðborg.
- 29. – 31. júlí - Daniel Defoe var settur í gapastokk fyrir háðsbækling gegn breskum íhaldsmönnum.
- Friðrik 4. Danakonungur giftist Elisabeth Helene von Vieregg „til vinstri handar“.
- Almira, fyrsta ópera Georgs Friedrichs Händel, var frumsýnd.
- Buckinghamhöll var reist fyrir hertogann af Buckingham.
Fædd
Dáin
- 3. mars - Robert Hooke, breskur eðlis- og efnafræðingur (f. 1635).
- 16. maí - Charles Perrault, franskur rithöfundur (f. 1628).
- 26. maí - Samuel Pepys, enskur dagbókarhöfundur (f. 1633).
- 19. nóvember - Maðurinn með járngrímuna dó í Bastillunni.
- Thomas Kingo, danskt sálmaskáld (f. 1634).
Tilvísanir
breyta- ↑ Öll gögn um framangreindar aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.