1570
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1570 (MDLXX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Þórður Guðmundsson varð lögmaður sunnan og austan.
- Johann Bockholt varð hirðstjóri á Íslandi.
- Jóhannes Gyllebrún varð skólameistari í Hólaskóla.
Fædd
- Ólafur Jónsson, skólameistari á Hólum, dómkirkjuprestur þar og prestur á Melstað og Miklabæ (d. 1658).
Dáin
- Páll Vigfússon, lögmaður sunnan og austan.
Erlendis
breyta- 9. janúar - Ívan grimmi hóf slátrunina í Novgorod.
- 23. janúar - Byssa notuð í fyrsta skipti við pólitískt morð, þegar James Hamilton skaut James Stewart, ríkisstjóra Skotlands, til bana.
- 8. febrúar - Jarðskjálfti sem talinn er hafa verið 8,3 á Richter reið yfir Concepción í Chile.
- 25. febrúar - Píus V páfi bannfærði Elísabetu I með páfabullunni Regnans in Excelsis.
- 20. maí - Abraham Ortelius gaf út fyrstu nútímalandabréfabókina.
- Sjö ára stríði Dana og Svía lauk.
Fædd
- 13. apríl - Guy Fawkes, enskur samsærismaður (d. 1606).
Dáin
- 23. janúar - James Stewart, jarl af Moray, ríkisstjóri Skotlands (f. um 1531).