Hnífsdalur
Hnífsdalur er lítið þorp sem stendur við utanverðan Skutulsfjörð og er í mynni samnefnds dals. Þar búa um tæp 221 manns (2019). Þorpið er á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar og er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Í Hnífsdal starfar Hraðfrystihúsið Gunnvör.
Mynni dalsins er markað af tveimur hyrnum og heitir sú nyrðri Búðarhyrna eftir bæ að nafni Búð sem liggur við fjallsræturnar en sú syðri heitir Bakkahyrna eftir Bakka sem er bær við rætur þess. Eftir dalnum rennur Hnífsdalsá. Fjallið sem skilur að Hnífsdal og Ísafjörð heitir Eyrarfjall.
Árið 1910, þann 18. febrúar, fórust 20 manns í snjóflóði í dalnum.
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- Íslandsatlas e. Hans H. Hansen
- Atlaskort
Tenglar
breyta Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.