Sjávarborgarannáll
Sjávarborgarannáll er annáll sem Þorlákur Markússon á Sjávarborg við Sauðárkrók skráði 1727-1729. Fyrir árin 1609-1627 er þessi annáll talinn útdráttur úr týndum annáll frá Suðurlandi. Fyrir árin 1645-1650 og 1668-1671 er í annálnum efni sem talið er ættað úr eldri annálum frá Gufudal í Barðastrandarsýslu.