Rudolf Simek (f. 21. febrúar 1954 í Eisenstadt) er austurrískur textafræðingur og miðaldafræðingur, sem hefur m.a. fengist við germönsk og norræn fræði, og trúarbragðasögu.

Simek (2012)

Rudolf Simek nam þýskar bókmenntir, heimspeki og kaþólska guðfræði í Háskólanum í Vínarborg, og varð síðan bókavörður og dósent þar. Hann hefur kennt við háskólana í Edinborg, Tromsø og Sydney.

Frá 1995 hefur hann verið prófessor í germönskum fræðum við Háskólann í Bonn.

Ritverk (úrval) breyta

Ritstjórn

Rudolf Simek er aðalritstjóri bókaflokksins Studia Medievalia Septentrionalia – (Rannsóknir í norrænum miðaldafræðum) – sem gefinn er út í Vínarborg.

Hann var (ásamt öðrum) ritstjóri tveggja afmælisrita Hermanns Pálssonar, en þeir störfuðu um tíma saman í Edinborg.

Heimildir breyta

Tenglar breyta