Rudolf Simek
Rudolf Simek (f. 21. febrúar 1954 í Eisenstadt) er austurrískur textafræðingur og miðaldafræðingur, sem hefur m.a. fengist við germönsk og norræn fræði, og trúarbragðasögu.
Rudolf Simek nam þýskar bókmenntir, heimspeki og kaþólska guðfræði í Háskólanum í Vínarborg, og varð síðan bókavörður og dósent þar. Hann hefur kennt við háskólana í Edinborg, Tromsø og Sydney.
Frá 1995 hefur hann verið prófessor í germönskum fræðum við Háskólann í Bonn.
Ritverk (úrval)
breyta- Lexikon der germanischen Mythologie, Alfred Kröner, Stuttgart 1984. ISBN 3-520-36801-3 — 3. útgáfa, endursamin: Kröners Taschenausgabe, Band 368, 2006.
- Hugtök og heiti í norrænni goðafræði, Heimskringla, Reykjavík 1993, 333 s. — Ingunn Ásdísardóttir þýddi, Heimir Pálsson ritstýrði. Íslensk þýðing á ofangreindu verki.
- Lexikon der altnordischen Literatur, Kröner, Stuttgart 1987. ISBN 3-520-49001-3 — Meðhöfundur: Hermann Pálsson.
- Altnordische Kosmographie. Studien und Quellen zu Weltbild und Weltbeschreibung in Norwegen und Island vom 12. bis zum 14. Jahrhundert, de Gruyter, Berlin/New York 1990. ISBN 3-11-012181-6 — (Reallexikon der germanischen Altertumskunde. Ergänzungsbände, Bd. 4).
- Erde und Kosmos im Mittelalter. C. H. Beck, München 1992. ISBN 3-406-35863-2
- Kleines Lexikon der tschechischen Familiennamen in Österreich, Pädagogischer Verlag, Wien 1995. ISBN 3-215-11649-9 — Meðhöfundur: Stanislav Mikulásek.
- Die Wikinger, C. H. Beck, München 1998. ISBN 3-406-41881-3
- Religion und Mythologie der Germanen, Theiss, Stuttgart 2003.
- Götter und Kulte der Germanen, C. H. Beck, München 2004. ISBN 3-406-50835-9
- Mittelerde - Tolkien und die germanische Mythologie, C. H. Beck, München 2005. ISBN 3-406-52837-6
- Der Glaube der Germanen, Lahn-Verlag, Limburg und Kevelaer 2005. ISBN 3-7867-8495-7
- Odinsmythen. Stuttgart, Reclam 2008.
- Kleines Lexikon der mittelalterlichen Artusliteratur. Stuttgart, Reclam 2009.
- Ritstjórn
Rudolf Simek er aðalritstjóri bókaflokksins Studia Medievalia Septentrionalia – (Rannsóknir í norrænum miðaldafræðum) – sem gefinn er út í Vínarborg.
Hann var (ásamt öðrum) ritstjóri tveggja afmælisrita Hermanns Pálssonar, en þeir störfuðu um tíma saman í Edinborg.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Rudolf Simek“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. júlí 2011.