Riyad Mahrez

Riyad Karim Mahrez (arabíska: رياض محرز‎; fæddur 21. febrúar 1991) er alsírskur knattspyrnumaður sem spilar sem miðjumaður eða vængmaður fyrir enska félagið Manchester City og alsírska landsliðið. Hann er hraður leikmaður og er góður í langskotum og aukaspyrnum.

Riyad Mahrez.
Mahrez tekur aukaspyrnu.

Mahrez er fæddur í Frakklandi af alsírskum foreldrum og hóf að spila fyrir félagið AAS Sarcelles. Þegar hann fór út í atvinnumennsku gekk hann til liðs við liðin Quimper og Le Havre. Árið 2014 fór Mahrez til Leicester og hjálpaði félaginu að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Tímabilið 2015–16 vann Leicester deildina og Mahrez var valinn PFA leikmaður ársins. Árið 2018 íhugaði Mahrez að yfirgefa félagið en Leicester hafnaði tilboðum í hann. Loks gekk hann til liðs við Manchester City um sumarið.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.