1590
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1590 (MDXC í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Íslandskort Guðbrands Þorlákssonar birtist í kortasafni Abrahams Orteliusar.
- Þórdís Halldórsdóttir úr Skagafirði dæmd til dauða á Alþingi samkvæmt Stóradómi fyrir að eiga barn með mági sínum. Hún var fyrsta konan sem drekkt var í Drekkingarhyl.
- Séra Einar Sigurðsson skáld varð prestur í Eydölum og er jafnan kenndur við þann bæ.
Fædd
- Halldór Jónsson hertekni, lögréttumaður á Hvaleyri (d. 1648).
Dáin
- Gottskálk Jónsson, prestur í Glaumbæ (f. 1524).
Erlendis
breyta- 17. maí - Jakob 6. Skotakonungur giftist Önnu af Danmörku, systur Kristjáns 4., og hún var krýnd Skotadrottning.
- Maí-ágúst - Hinrik 4. Frakkakonungur sat um París og reyndi að ná borginni úr höndum Kaþólska bandalagsins en varð frá að hverfa.
- 15. september - Úrbanus VII kjörinn páfi. Hann dó úr malaríu tólf dögum síðar og telst hafa verið skemmstan tíma í embætti af öllum páfum.
- 8. desember - Gregoríus XIV (Niccolò Sfondrati) kjörinn páfi.
Fædd
- 9. janúar - Simon Vouet, franskur listmálari (d. 1649).
- 28. febrúar - Cosimo 2. stórhertogi í Toskana (d. 1621).
- 18. apríl - Akmeð 1. Tyrkjasoldán (d. 1617).
- 13. júlí - Klemens 10. páfi (d. 1676).
- Jakob Eþíópíukeisari (d. 1607).
Dáin
- 27. ágúst - Sixtus V. páfi (f. 1521).
- 27. september - Úrbanus VII páfi (f. 1521).