1491
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1491 (MCDXCI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 27. janúar - Höskuldur Árnason í Núpufelli dæmdur í páfans hæsta bann, skyldaður til að ganga suður til Rómar og allar eignir hans dæmdar til Hólastóls, fyrir það að hafa svarið rangan eið í Hvassafellsmálum.
- Einar Björnsson jungkæri var kosinn hirðstjóri á Alþingi en Hans Danakonungur skeytti ekki um það og fékk Einar aldrei embættið.
- Ambrosius Illiquad varð hirðstjóri á Íslandi.
- Stefán Jónsson varð biskup í Skálholti.
- Enskir og þýskir kaupmenn deildu um yfirráð yfir Básendum.
Fædd
- (líklega) Ólafur Hjaltason, biskup á Hólum (d. 1569).
Dáin
- (líklega) Barna-Sveinbjörn Þórðarson, prestur í Múla í Aðaldal (f. 1406).
Erlendis
breyta- 20. febrúar - Halastjarna fór framhjá jörðinni í 1.406.219 km fjarlægð og hefur halastjarna aldrei komið nær jörðu.
- 25. nóvember - Umsátur hófst um Granada, síðustu borg Mára á Spáni
- 6. desember - Karl 8. Frakkakonungur giftist Önnu hertogaynju af Bretagne nauðugri og hafði áður neytt hana til að fara fram á ógildingu hjónabands hennar og Maxímilíans 1. af Austurríki.
- Brauð- og ostauppreisnin braust út í Hollandi.
Fædd
- 28. júní - Hinrik 8. konungur Englands (d. 1547)
- 13. júlí - Alfons, krónprins Portúgals (f. 1475).
- 24. desember - Ignatius de Loyola, stofnandi Jesúítareglunnar (d. 1556).
- 31. desember - Jacques Cartier, franskur landkönnuður (d. 1557).
Dáin
- Diðrik Píning, sæfari og hirðstjóri á Íslandi um skeið.