1902
ár
(Endurbeint frá Febrúar 1902)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1902 (MCMII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 17. febrúar - Sögufélagið, útgáfa, var stofnað.
- 20. febrúar - Sambandskaupfélag Þingeyinga sem síðar varð Samband íslenskra samvinnufélaga var stofnað.
- Mars - Slippfélagið í Reykjavík var stofnað sem hlutafélag.
- 25. nóvember - Vél var sett í sexæringinn Stanley í Hnífsdal og var það fyrsti íslenski vélbáturinn.
- 22. desember - Sparisjóður Hafnarfjarðar var stofnaður.
- Bæjarfulltrúum Reykjavíkur var fjölgað úr 9 í 13. Sá fjöldi stendur til 2018.
- Lokið við gerð fyrsta holræsisins í Reykjavík, þar sem Ægisgata er nú.
- St. Jósefsspítali var reistur í Landakoti í Reykjavík.
- Franski spítalinn var reistur við Lindargötu í Reykjavík.
- Hollenska myllan í Reykjavík rifin.
- Hvalveiðar við Ísland voru í hámarki þetta ár, 1300 hvalir komu á land og 30 skip voru við veiðar.
- Skáldsagan Upp við Fossa eftir Þorgils gjallanda kom út.
- Framsóknarflokkurinn (fyrri) var stofnaður.
- Alþingiskosningar voru haldnar.
Fædd
- 6. febrúar - Sigfús Sigurhjartarson, stjórnmálamaður og ritstjóri (d. 1952).
- 23. apríl - Halldór Guðjónsson, (síðar Laxness), rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1998).
- 24. júlí - Sigurður S. Thoroddsen, íslenskur verkfræðingur, stjórnmálamaður og knattspyrnumaður (d. 1983).
- 3. ágúst - Jóhannes Áskelsson, íslenskur jarðfræðingur (d. 1961).
- 14. ágúst - Einar Olgeirsson, stjórnmálamaður og ritstjóri (d. 1993).
- 20. október - Tryggvi Emilsson, rithöfundur (d. 1993).
- 27. október - Emil Jónsson, forsætisráðherra (d. 1986).
Dáin
- 17. apríl - Valdimar Ásmundsson, ritstjóri (f. 1852).
Erlendis
breyta- 1. janúar - Hjúkrunarfræðingur varð löggilt starfsheiti á Nýja-Sjálandi. Þann 10. janúar varð Ellen Dougherty fyrsti löggilti hjúkrunarfræðingur í heimi.
- 15. febrúar - Neðanjarðarlestin í Berlín, U-Bahn, tók til starfa.
- 6. mars - Knattspyrnufélagið Real Madrid var stofnað.
- 7. mars - Herlið Búa í Suður-Afríku vann sigur á Bretum í orrustu. Það var síðasti sigur þeirra í Búastríðinu.
- 2. apríl - Fyrsta kvikmyndahús í Bandaríkjunum, Electric Theatre, var opnað í Los Angeles.
- 13. apríl - Hraðamet fyrir bíl er sett í Nice í Frakklandi; 119 km/klst.
- 8. maí - Mount Pelée á Martinique gaus. Borgin Saint-Pierre lagðist í auðn og yfir 30.000 manns féllu í valinn.
- 13. maí - Alfons 13. Spánarkonungur varð fullveðja og tók við völdum en hann var fæddur eftir lát föður síns og hafði borið konungsnafnbót frá fæðingu.
- 20. maí - Kúba fékk sjálfstæði frá Bandaríkjunum.
- 29. maí – Háskólinn London School of Economics hóf starfsemi.
- 31. maí - Vereeniging-samningurinn batt enda á seinna Búastríðið.
- 15. júní - Konur fengu kosningarétt í Ástralíu.
- 14. júlí - Agustín Lizárraga fann Machu Picchu, týndu inkaborgina.
- 22. júlí - Gull fannst í Fairbanks, Alaska.
- 22. ágúst - Theodore Roosevelt varð fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að fara í ökuferð í bíl.
- 14. nóvember - Leópold 2. Belgíukonungur lifði af morðtilraun ítalsks anarskista í Brussel.
- desember - Venesúela-krísan: Bretland, Þýskaland og Ítalía lokuðu höfnum í Venesúela vegna yfirstandandi skulda landsins.
- 10. desember - Fyrstu Asvanstíflunni var lokið í Níl Egyptalandi
- 30. desember - Suðurpólafararnir Robert Falcon Scott, Ernest Shackleton and Edward Wilson náðu syðsta punktinum sem mannkynið hefur náð, suður af 82°S.
- Franska Indókína - Höfuðstaður frönsku nýlendunnar flutti frá Saígon til Hanoí.
Fædd
- 5. janúar - Adolfo Zumelzú, argentínskur knattspyrnumaður (d. 1973).
- 31. janúar - Tallulah Bankhead, bandarísk leikkona (d. 1968).
- 31. janúar - Alva Myrdal, sænskur stjórnmálamaður og rithöfundur, handhafi Friðarverðlauna Nóbels (d. 1986).
- 4. febrúar - Charles Lindbergh, bandarískur flugkappi (d. 1974).
- 20. febrúar - Ansel Adams, bandarískur ljósmyndari (d. 1984).
- 24. febrúar - Carlos Vidal, síleskur knattspyrnumaður (d. 1982).
- 27. febrúar - John Steinbeck, bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1968).
- 29. mars - William Walton, breskt tónskáld (d. 1983).
- 18. apríl - Giuseppe Pella, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1981).
- 30. apríl - Peregrino Anselmo, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1975).
- 14. júlí - Moderato, brasilískur knattspyrnumaður (d. 1986).
- 28. júlí - Karl Popper, austurrísk-enskur vísinda- og stjórnmálaheimspekingur (d. 1994).
- 19. ágúst - Ogden Nash, bandarískt ljóðskáld (d. 1971).
- 22. ágúst - Leni Riefenstahl, þýskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2003).
- 12. september - Juscelino Kubitschek, forseti Brasilíu (d. 1976).
- 2. nóvember - Santos Iriarte, úrúgvæskur knattspyrnumaður (d. 1968).
- 20. nóvember - Erik Eriksen, danskur forsætisráðherra (d. 1972).
- 21. nóvember - Isaac Bashevis Singer, pólskættaður bandarískur rithöfundur (d. 1991).
- 5. desember - Strom Thurmond, bandarískur stjórnmálamaður (d. 2003).
Dáin
- 26. mars - Cecil Rhodes, breskur landkönnuður og heimsvaldasinni (f. 1853).
- 30. mars - Matthias Hans Rosenørn, danskur embættismaður og stiftamtmaður á Íslandi (f. 1814).
- 16. september - Konrad von Maurer, þýskur fræðimaður (f. 1823).
- 29. september - Émile Zola, franskur rithöfundur (f. 1840).
- 26. október - Elizabeth Cady Stanton, bandarísk kvenréttindakona (f. 1815).