Hlutafélag er félag sem stofnað er í kringum fyrirtæki. Einkenni félagaformsins eru að félagið telst lögaðili sem er aðskildur frá eigendum sínum (hluthöfum) og hluthafar bera ekki persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins umfram það fé sem þeir lögðu inn í upphafi. Í samþykktum hlutafélags er hlutafé þess skilgreint og skiptist það niður í hluti sem dreifast á eigendur. Hlutabréf er ávísun á hlut í félagi og má yfirleitt framselja, t.d. í kauphöllum ef félagið er skráð á markað.

Hluthafafundur fer með æðsta vald innan hlutafélags og tekur allar meiriháttar ákvarðanir sem varða félagið. Hluthafafundur velur einnig stjórn sem getur tekið aðrar ákvarðanir. Stjórnarformaður fer fyrir stjórninni og stýrir fundum hennar. Framkvæmdastjóri er æðsti starfsmaður hlutafélagsins (stjórnarmenn teljast ekki til starfsmanna), hann er valinn af stjórninni og stýrir daglegum rekstri félagsins.

Sjá einnig

breyta

Tenglar

breyta