Émile Zola (2. apríl 1840 – 29. september 1902) var franskur rithöfundur og blaðamaður. Hann er talinn upphafsmaður natúralisma í bókmenntum og er einn vinsælasti rithöfundur Frakka[1] auk þess sem hann hefur verið einna oftast birtur og þýddur um heim allan. Skáldsögur hans hafa oft verið kvikmyndaðar og gerðar að sjónvarpsþáttum.

Émile Zola
Émile Zola
Zola árið 1902.
Fæddur: 2. apríl 1840
París, Frakklandi
Látinn:29. september 1902 (62 ára)
París, Frakklandi
Starf/staða:Rithöfundur
Þjóðerni:Franskur
Bókmenntastefna:Natúralismi
Þekktasta verk:Les Rougon-Macquart, Thérèse Raquin, Germinal, Nana
Maki/ar:Éléonore-Alexandrine Meley
Undirskrift:

Líf og verk Zola hafa mikið verið rædd í sagnfræðiverkum. Á bókmenntasviðinu er hann þekktastur fyrir verkið Les Rougon-Macquart, skáldverk í tuttugu bindum sem lýsir frönsku samfélagi á tíma annars franska keisaradæmisins frá sjónarhorni Rougon-Macquart-fjölskyldunnar. Verkið fylgir kynslóðum fjölskyldunnar og fjallar með hverri þeirra um ákveðið tímabil.

Síðustu ár hans einkenndust af afskiptum hans af Dreyfus-málinu, en Zola birti í janúar árið 1898 greinina J'accuse…! (Ég ásaka…!) til varnar Alfreds Dreyfus og var fyrir vikið sakfelldur fyrir meiðyrði og sendur í útlegð til London.

Tilvísanir breyta

  1. C. Becker et al., Dictionnaire d'Émile Zola, formáli.