Charles Lindbergh
Charles Augustus Lindbergh (4. febrúar 1902 – 26. ágúst 1974) (stundum kallaður „Slim“, „Lucky Lindy“ og „The Lone Eagle“) var bandarískur flugmaður, rithöfundur, uppfinningamaður, könnuður og stjórnmálafrömuður. Lindbergh flaug fyrstur manna yfir Atlantshafið einn síns liðs á eins hreyfils flugvélinni the Spirit of St. Louis. Ásamt Ameliu Earhart var Lindbergh brautryðjandi í sögu flugsins. Lindbergh hlaut mikla viðurkenningu í Bandaríkjunum fyrir afrek sín og annað starf í þágu flokksins. Hann var á tímabili orðaður við framboð til forseta Bandaríkjanna. Lindbergh var áberandi meðal Bandaríkjamanna sem voru andvígir þátttöku í seinni heimsstyrjöldinni. Franklin D. Roosevelt forseti leit stjórnmálaafskipti Lindberghs ekki vinsamlegum augum en sá síðarnefndi, sem var undir nokkrum áhrifum frá hugsuðum á borð við Oswald Spengler, viðraði meðal annars áhyggjur af framgöngu gyðinga í Bandaríkjunum, hugmyndir um æðri kynstofn og samúð í garð nasisma, en Lindbergh varð sæmdur einni æðstu orðu þriðja ríkisins, arnarkrossinum, árið 1938.