Erik Eriksen

Forsætisráðherra Danmerkur (1902-1972)

Erik Eriksen (20. nóvember 1902 – 7. október 1972) var forsætisráðherra Danmerkur frá 1950 til 1953. Hann sat á danska þinginu fyrir Venstre. Hann fæddist á Fjóni og ólst upp í umhverfi þar sem þjóðrækniskenningar Grundtvig voru í miklum metum. Hann varð formaður ungliðahreyfingar Venstre árið 1929 og kjörinn á þing fyrir flokkinn sex árum síðar.

Erik Eriksen
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
30. október 1950 – 30. september 1953
ÞjóðhöfðingiFriðrik 9.
ForveriHans Hedtoft
EftirmaðurHans Hedtoft
Persónulegar upplýsingar
Fæddur20. nóvember 1902
Brangstrup, Ringe, Fjóni, Danmörku
Látinn7. október 1972 (69 ára) Esbjerg, Danmörku
ÞjóðerniDanskur
StjórnmálaflokkurVenstre
MakiElse Hansen (1904-1973)

Eftir frelsun Danmerkur við lok seinni heimsstyrjaldarinnar varð hann landbúnaðarráðherra og gegndi því embætti til 1947. Þegar stjórn Jafnaðarmanna undir forystu Hans Hedtoft féll árið 1950 myndaði hann stjórn með íhaldsmönnum, hina svokölluðu VK-stjórn. Stærsta afrek Eriksen á stóli forsætisráðherra var endurskoðun dönsku stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir harða mótspyrnu ýmissa samherja sinna, þar á meðal forvera hans Knud Kristensen.

Þrátt fyrir ágæta útkomu í þingkosningunum 1953 mistókst Eriksen að halda í völdin. Við tók útlegð í stjórnarandstöðu, þar sem Eirksen vildi starfa náið með Íhaldsflokknum, en ýmsir flokksfélaga hans voru á öðru máli. Árið 1965 svarf til stáls í þingflokknum í deilum um samstarfið við íhaldsmenn. Eriksen varð undir og sagði af sér flokksformennsku. Hann hvarf af þingi við kosningarnar 1968.

Erik Eriksen var mikill áhugamaður um norrænt samstarf og var tvívegis forseti Norðurlandaráðs

Ítarefni

breyta
  • Kristian Hvidt, Statsministre i Danmark fra 1913 til 1995 (1995)
  • Social Democracy and Welfare Capitalism: A Century of Income Security Politics eftir Alexander Hicks
  • Growth to Limits: The Western European Welfare States Since World War II, 4. bindi, ritstj. Peter Flora


Fyrirrennari:
Hans Hedtoft
Forsætisráðherra Danmerkur
(30. október 195030. september 1953)
Eftirmaður:
Hans Hedtoft