Landakotsspítali

Kapellan í Landakoti, notuð sem sjúkrastofa (um 1900)

Landakotsspítali eða Sankti Jósepsspítali í Landakoti er sjúkrahús í Reykjavík. Hann tók formlega til starfa árið 1902 og var aðalspítali Íslands og kennsluspítali Læknaskólans þangað til Landsspítalinn tók til starfa árið 1930.

Í lok nítjándu aldar var krafan um sjúkrahús í Reykjavík mjög hávær. Þörfin var mikil. Bæjarstjórn Reykjavíkur var tilbúin að leggja til fé en Alþingi ekki. Árið 1901 kom tilboð frá St. Jósefssystrum í Landakoti um að reisa og reka fullkomið sjúkrahús í Reykjavík. Alþingi tók því tilboði fegins hendi en vildi þó hvorki veita kaþólikkum styrk eða lán til verkefnisins. Spítalinn var reistur 1902 fyrir söfnunarfé frá Evrópu. Margir höfðu horn í síðu systranna vegna trúar þeirra.

HeimildBreyta