Stanley var fyrsti fiskibáturinn á Íslandi til að vélvæðast. Um var að ræða sexæring sem í var sett dönsk glóðarhausvél sem var um 2 hestöfl. Eigendur bátsins voru Sophus J. Nielsen verslunarstjóri og Árni Gíslason formanns. Báturinn var fyrst sjósettur með vélina 25. nóvember 1902 við Hnífsdal.

Saga Stanleys

breyta

Guðmundur Guðmundsson bóndi á Eyri í Mjóafirði lét upphaflega smíða bátinn fyrir sjálfan sig. Skipasmiðurinn var Þórir Pálsson fæddur 1797 og dó skömmu eftir 1880. Báturinn hefur sennilega verið smíðaður fyrir eða um 1860. Um 1885 gekk báturinn undir nafninu Skálin og átti Guðmundur á Eyri verbúð í Bolungarvík sem kölluð var Skálarbúð. Nafngiftin mun hafa komið af því að Guðmundur fór með bátinn eins og hann væri glerskál eða postulín. Þórir skipasmiður prófaði allan við sem nota átti í bátinn með að höggva af spæni og setja á vatn og neitaði að nota við sem illa flaut og kallaði það manndrápsvið. Árni keypti Skálina 1890 af Ebenezer tengdasyni Guðmundar á Eyri og var hún þá nýviðgerð. Ebenezer bjó í Þernuvík og á Hvítanesi við Skötufjörð. Árni breytti hann nafni skipsins og kallaði það Stanley og bar báturinn það nafn bar það þegar vélin var sett í það. Útgerð bátsins gekk vel þangað til hann rak í land í Borgarbót í Skötufirði og brotnaði þar. Þá var báturinn í eigu Bjarna Sigurðssyni bónda á Borg.

Tengill

breyta