Hjúkrunarfræði
(Endurbeint frá Hjúkrunarfræðingur)
Hjúkrunarfræði er fag innan heilbrigðisvísinda þar sem umönnun sjúklinga, fjölskyldna og samfélags er sinnt svo fólk megi ná, bæta eða viðhalda heilsu sinni.
Á Íslandi er starfandi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og félagsmenn eru tæplega 4.000 hjúkrunarfræðingar.[1]
Eftirtaldar fagdeildir eru starfandi innan félagsins:
- Barnahjúkrun
- Bráðahjúkrun
- Bæklunarhjúkrun
- Geðhjúkrun
- Gigtarhjúkrun
- Gjörgæsluhjúkrun
- Heilsugæsluhjúkrun
- Hjartahjúkrun
- Krabbameinshjúkrun
- Lungnahjúkrun
- Nýrnahjúkrun
- Samþætt hjúkrun
- Sérfræðingar
- Skurðhjúkrun
- Speglanahjúkrun
- Stjórnendur
- Svæfingahjúkrun
- Sykursýkishjúkrun
- Taugahjúkrun
- Upplýsingatækni
- Vísindarannsakendur
- Þvagfærahjúkrun
- Öldrunarhjúkrun
- Öldungadeild