Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna

Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna er samningur sem gerður var um varnir Íslands milli Íslands og Bandaríkjanna 5. maí 1951. Samningurinn var undirritaður af Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra og Edward B. Lawson sendiherra. Með samningnum fengu Bandaríkjamenn afnot af svæði við Keflavíkurflugvöll og reistu þar Keflavíkurstöðina, en Íslendingar tóku við borgaralegu flugi á flugvellinum. Varnarlið Íslands var stofnað sama ár.

Í samningnum eru ákvæði um tólf mánaða uppsagnarfrest að undangenginni endurskoðun á þörf fyrir hervernd á vegum Atlantshafsbandalagsins. Þann 15. mars 2006 tilkynnti Bandaríkjaher að Íslenska varnarliðið yrði lagt niður og að Bandaríkjamenn myndu uppfylla samninginn með því að senda herlið til Íslands ef á þyrfti að halda. Í kjölfarið var Keflavíkurstöðinni lokað.

Tenglar

breyta