Pétur Þorsteinsson

Pétur Þorsteinsson (fæddur 5. maí 1955) er prestur Óháða safnaðarins í Reykjavík.

Pétur Þorsteinsson

Hann er þekktur fyrir gamansöm orðasöfn sín og nýyrðasmíð. Söfnin hefur hann gefið út í Petrísk – íslensku orðabókinni. Hann hefur beitt sér fyrir málhreinsun og kallar sig allsherjarnýyrðaskáld eða forseta háfrónsku-málhreyfingarinnar á Íslandi, hreyfingar sem reynir að útrýma öllum tökuorðum í íslensku.

Pétur er einnig töframaður og einn af stofnfélögum Hins íslenska töframannagildis og heldur árlega galdramessur og gerningaguðsþjónustur.

Tenglar breyta