Heklugos árið 1510
Heklugos árið 1510 er mjög sambærilegt við Heklugos árið 1947. Sprengikrafturinn var þó líklega meiri í þessu gosi. Gjóskan barst til suðausturs. Kísilinnihald gosefna er um 62% (wt SiO2) og er jarðefnafræðileg samsetning gjóskunnar nánast alveg eins og gjóskunnar frá gosinu árið 1947. Gjóska frá þessu gosi hefur fundist bæði í Skotlandi og á Írlandi.
1104 — 1158 — 1206 — 1222 — 1300 — 1341 — 1389 — 1510 — 1597 — 1636 — 1693 — 1766 — 1845 — 1947 — 1970 — 1980 — 1991 — 2000 |