Elias Canetti
Elias Canetti (1905-1994) var þýskumælandi búlgverskur rithöfundur. Það tungumál sem hann tók inn með móðurmjólkinni var þó ladino, sem er gömul spænsk mállýska. Hann lærði síðan búlgörsku og ensku, en skrifaði síðar öll verk sín á þýsku, en það var fjórða tungumálið sem hann lærði. Elias Canetti var ávallt mikill aðdáandi þýskrar menningar. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1981.