1432
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1432 (MCDXXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Fyrsta þýska skipið kom til Íslands á vegum Hansakaupmanna.
- Jón Gerreksson Skálholtsbiskup lét handtaka Þorvarð Loftsson og Teit Gunnlaugsson og hafði þá í haldi í Skálholti. Þorvarður slapp þó um haustið.
- Kirkjubólsbrenna: Sveinar Jóns Gerrekssonar brenndu bæinn á Kirkjubóli á Miðnesi og drápu þar Ívar hólm Vigfússon en Margrét systir hans slapp naumlega. (Þessi atburður er oft settur árið 1433 en nú er talið mun líklegra að hann hafi orðið þetta ár.)
- Ormur Loftsson varð hirðstjóri eftir lát föður síns, Lofts ríka.
Fædd
Dáin
- Hrafn Guðmundsson, lögmaður norðan og vestan.
- Loftur Guttormsson ríki, hirðstjóri.
- Ingibjörg Pálsdóttir á Möðruvöllum, kona Lofts ríka.
- Ívar hólmur Vigfússon á Kirkjubóli á Miðnesi.
Erlendis
breyta- Vor - Albanir gerðu uppreisn gegn yfirráðum Tyrkja undir forystu Gjergj Arianit Komneni.
- 22. ágúst - Eiríkur af Pommern samdi um vopnahlé við Hansasambandið og Holtsetaland.
- Flórens sigraði Siena í orrustunni við San Romano.
Fædd
- 15. janúar - Alfons 5., konungur Portúgals (d. 1481).
- 30. mars - Mehmet 2. Tyrkjasoldán (d. 1481).
- Innósentíus VIII páfi (d. 1492).
- Kristín Abrahamsdóttir, drottning Svíþjóðar, kona Karls Knútssonar Bonde
Dáin