Andrej Kolmogorov
Andrej Níkolajevítsj Kolmogorov (Андре́й Никола́евич Колмого́ров) (fæddur 25. apríl 1903 í Tambov, dáinn 20. október 1987 í Moskvu) var sovéskur stærðfræðingur sem gerði mikilvægar uppgötvanir í líkindafræði og grannfræði. Hann vann snemma á ferli sínum við rannsóknir á innsæisrökfræði og Fourier raðir. Hann rannsakaði einnig óróleika og klassíska aflfræði, og var einn upphafsmanna kenninga um tímaflækjur reiknirita.
Kolmogorov sagði að „kenningar um líkindi sem stærðfræðilegt rannsóknarsvið geta verið og ættu að vera þróuð frá frumsemdum á sama hátt og rúmfræði og algebra.“ Seinna þróaði hann sjálfur þessar frumsendur, sem nú eru þekktar sem frumsendur líkindafræðinnar, eða einfaldlega frumsendur Kolmogorovs.
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Andrey Kolmogorov“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. janúar 2006.