Henry John Temple, vísigreifi af Palmerston
Henry John Temple, þriðji vísigreifinn af Palmerston (20. október 1784 – 18. október 1865) var breskur stjórnmálamaður sem var tvisvar forsætisráðherra Bretlands á miðri 19. öld. Palmerston réð lögum og lofum í breskri utanríkisstefnu frá 1830 til 1865, þegar breska heimsveldið var á hátindi valda sinna. Palmerston var nánast óslitið í opinberu embætti frá 1807 til dauðadags árið 1865. Hann byrjaði þingferil sinn sem Íhaldsmaður en gekk til liðs við Vigga árið 1830 og varð síðar fyrsti forsætisráðherra hins nýstofnaða Frjálslynda flokks árið 1859.
Vísigreifinn af Palmerston | |
---|---|
Forsætisráðherra Bretlands | |
Í embætti 6. febrúar 1855 – 19. febrúar 1858 | |
Þjóðhöfðingi | Viktoría |
Forveri | Jarlinn af Aberdeen |
Eftirmaður | Jarlinn af Derby |
Í embætti 12. júní 1859 – 18. október 1865 | |
Þjóðhöfðingi | Viktoría |
Forveri | Jarlinn af Derby |
Eftirmaður | Jarlinn af Russell |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 20. október 1784 Westminster, Middlesex, Englandi |
Látinn | 18. október 1865 (80 ára) Brocket Hall, Hertfordshire, Englandi |
Stjórnmálaflokkur | Íhaldsflokkurinn (1806–1822), Viggar (1822–1859), Frjálslyndi flokkurinn (1859–1865) |
Maki | Emily Lamb (g. 1839) |
Háskóli | Edinborgarháskóli, St. John-háskóli (Cambridge) |
Starf | Aðalsmaður, stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Æviágrip
breytaPalmerston erfði írska aðalstign föður sína árið 1802. Hann gerðist þingmaður fyrir Íhaldsmenn árið 1807 og var stríðsmálaráðherra frá 1809 til 1828. Í því embætti skipulagði hann fjármál hersins. Hann gekk fyrst í ríkisstjórn árið 1827 þegar George Canning varð forsætisráðherra, en líkt og aðrir stuðningsmenn Canning sagði hann af sér einu ári síðar.
Palmerston var utanríkisráðherra frá, 1830-4, frá 1835–41, og frá 1846–51. Í því embætti brást Palmerston snögglega við öllum stríðsátökum í Evrópu. Herská utanríkisstefna hans, sem var um margt býsna umdeild, er talin frumgerðin að frjálslyndri inngripsstefnu seinni tíma.
Palmerston varð innanríkisráðherra í samsteypustjórn Aberdeen lávarðar árið 1852 eftir að Russell lávarður var settur yfir utanríkisráðuneytið. Sem innanríkisráðherra sá Palmerston fyrir ýmsum samfélagsumbótum en stóð gegn umbótum í kosningakerfinu. Þegar almenningsálit snerist gegn stefnu ríkisstjórnarinnar í Krímstríðinu varð Palmerston eini maðurinn sem gat gerst forsætisráðherra og notið stuðnings meirihluta á þingi. Palmerston átti eftir að vera forsætisráðherra tvisvar, frá 1855–1858 og frá 1859–1865. Seinni forsætisráðherratíð Palmerstons lauk með dauða hans, fáeinum mánuðum áður en flokkur hans vann aukinn þingmeirihluta í kosningum. Palmerston er síðasti forsætisráðherra Bretlands til þessa dags sem hefur látist í embætti.
Palmerston mótaði almenningsálit með því að ýta undir breska þjóðerniskennd og tókst að viðhalda vinsældum sínum meðal almennings og fjölmiðla, sem kölluðu hann „Pam“, þótt Viktoría drottning og aðrir valdsmenn Bretaveldis treystu honum ekki. Palmerston hefur verið gagnrýndur fyrir að eiga í lélegum persónusamböndum og fyrir að komast sífellt upp á kant við drottninguna varðandi hlutverk hennar í mótun utanríkisstefnu.[1]
Sagnfræðingar líta gjarnan á Palmerston sem einn besta utanríkisráðherra Bretlands vegna hæfileika hans í að meðhöndla deilumál erlendis.
Palmerston í dægurmenningu
breytaBenedikt Gröndal kvað um Palmerston:
|
Tilvísanir
breyta- ↑ Paul Hayes, Modern British Foreign Policy: The Nineteenth Century 1814-80 (1975) p 108
- ↑ „Fæðingarmusteri friðarhöfðingjans – Tilefni stórstyrjaldar“. Vikan. 7. desember 1967. Sótt 20. september 2019.
Fyrirrennari: Jarlinn af Aberdeen |
|
Eftirmaður: Jarlinn af Derby | |||
Fyrirrennari: Jarlinn af Derby |
|
Eftirmaður: Jarlinn af Russell |