Arabíska vorið

Bylgja mótmæla og uppþota í Mið-Austurlöndum

Arabíska vorið (arabíska: الربيع العربي‎ ar-Rabīʻ al-ʻArabiyy) var bylgja mótmæla og uppþota sem átti sér stað í Mið-Austurlöndum og hófst laugardaginn 18. desember 2010. Byltingar voru gerðar í Túnis og Egyptalandi; borgarastríð í Líbýu og fall ríkisstjórnar landsins í kjölfar þess; uppreisnir í Barein, Sýrlandi og Jemen, en eftir þær sagði jemenski forsætisráðherran af sér; talsverð mótmæli í Alsír, Írak, Jórdaníu, Kúveit, Marokkó og Óman; og lítil mótmæli voru í Líbanon, Máritaníu, Sádí-Arabíu, Súdan og Vestur-Sahara. Átök voru líka við landamæri Ísraels í kjölfar Arabíska vorsins.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.