Ubuntu

Debian-undirstaða Linux stýrikerfi

Ubuntu er fullbúið og ókeypis stýrikerfi sem byggir á GNU/Linux. Ubuntu miðar að því að vera ókeypis, frjálst og umfram allt notendavænt. Slagorð Ubuntu er á ensku Linux for human beings (lauslega þýtt sem „Linux fyrir fólk“ eða „Linux fyrir venjulegt fólk“, og vísar til þess hve auðvelt það er í notkun).

Ubuntu
Ubuntu 21.10 (Impish Indri) á ensku (en líka hægt að breyta yfir í íslensku)
Fyrirtæki / HönnuðirCanonical Ltd.
StýrikerfafjölskyldaLinux
Source modelFrjáls hugbúnaður
Fyrsta útgáfa20. október 2004
Nýjasta útgáfa23.10.1 (Mantic Minotaur)/ 16. október 2023; nýjasta lengur-studd útgáfan er 22.04 LTS (Jammy Jellyfish)
Tungumál í boðiFleiri en 55 tungumál
UppfærsluforritSoftware Updater
PakkakerfiGNOME Software, APT, dpkg, Snappy, flatpak
Studd kerfix86-64, IA-32 (í eldri útgáfum), ARM64, ARMhf (ARMv7 + VFPv3-D16); o.fl t.d. fyrir þjóna eingöngu: ppc64le (POWER8), s390x[1]
KjarniLinux
Aðal skjáborðsumhverfiGNOME
LeyfiÝmis frjáls hugbúnaðarleyfi (aðallega GPL) + sumir reklar (e. driver) eru séreignarhugbúnaður
Vefsíðawww.ubuntu.com

Ubuntu er sniðið að þörfum venjulegs notanda en Ubuntu fylgir vafrinn Firefox (og val um aðra; yfirleitt er val mögulegt fyrir allan hugbúnað sem kemur uppsettur), tölvupóstforritið Thunderbird og skrifstofuhugbúnaðurinn LibreOffice (afbrigði af eldra OpenOffice.org sem keppir líka við Microsoft Office, en þó enn frekar nýji hugbúnaðurinn með sífellt betri samhæfni). Ubuntu notfærir sér margt frá Debian-verkefninu eins og APT-pakkakerfið, en í seinni tíð hefur snap kerfið líka verið notað til að setja inn forritspakka.

Ubuntu er vinsælasta tegund Linux stýrikerfa samkvæmt vefsíðunni DistroWatch.[2]

Nú orðið eru svokallaðar lengur-studdar, „long-term support“ (LTS), útgáfur, studdar í 5 ár frá útgáfudegi þeirra, eða ef keypt er 5 ára stuðningsplan í framhaldinu, í 10 ár allt í allt, en aðrar útgáfur eru aðeins studdar í níu mánuði. Nýjar LTS útgáfur koma út á tveggja ára fresti, í apríl. Ef allar útgáfur eru taldar, ekki aðeins LTS, koma hins vegar út nýjar útgáfur með á hálfs árs fresti, í apríl og október. Síðan í október 2023 er nýjasta útgáfan 23.10 („Mantic Minotaur“), en margir hafa, alla vega í gegnum tíðina, valið að halda sig við nýjustu LTS útgáfu (því hinar eru bara studdar í 9 mánuði). Nýjasta lengur-studda útgáfan, frá 2022, er 22.04 LTS („Jammy Jellyfish“), studd ókeypis til 2027 og svo sem val til 2032 fyrir þá sem kaupa þann möguleika. Vel er hægt að nota útgáfur sem ekki eru LTS, þó þær séu studdar í styttri tíma en þær taka nýjungar fram yfir fínpússað og óbreytanlegt viðmót. Margar breytingar koma þó ört inn í LTS útgáfur allan líftímann, en sérstaklega framan af. Margir ráðleggja frekar LTS svo sjaldnar þurfi að uppfæra milli útgáfa, þó útgáfur á milli séu ókeypis eins og allar útgáfurnar eru.

Ubuntu stýrikerfið er notað á einkatölvum, en einna mest á þjónum (svo sem fyrir vefi; mjög algent í gagnaverum), og líka á ofurtölvum, s.s. Selene sem varð fimmta hraðvirkasta tölvan í heiminum í nóvember 2020.

Ubuntu 20.04 LTS fékk víðast hvar góða dóma (og ekki þörf á að uppfæra úr þeirri útgáfu þó nýrri komnar, því studd til apŕil 2025 og 5 ár af auka öryggisuppfærslustuðningi fáanlegur), t.d. Dave McKay, skrifaði fyrir HowToGeek, „frábær útgáfa“ niðurlagið, „Ubuntu 20.04 Is a Great Release. This is a polished, good-looking“.

Ubuntu 22.04 LTS fékk hins vegar mismunandi dóma, t.d. bent á útlitsbreytingar „true dark mode“ en Jesse Smith hjá DistroWatch var gagnrýninn:

„Ég held að Ubuntu 22.04 sé skýrt merki um að Canonical hafi miklu meiri áhuga á að gefa út útgáfur á ákveðinni tímaáætlun en að framleiða eitthvað sem er þess virði. [..] Þessi útgáfa var ekki tilbúin [ég myndi forðast þessa útgáfu]“.[3]

Ubuntu er líka stutt í stýrikerfum Microsoft, Windows 10 og 11, ef WSL er virkjað (t.d. WSL2; eða WSLg fyrir öll Ubuntu forrit, þ.e. líka með grafík),[4] og t.d í Azure.[5]

 
Ubuntu 11.04 (Natty Narwhal) á íslensku

Fyrsta útgáfa Ubuntu kom út 20. október 2004 sem rótarskot frá Debian GNU/Linux og var markmið verkefnisins að gefa út uppfærslu á hálfs árs fresti. Hugbúnaðarpakkar í Ubuntu byggja á Debian Unstable auk þess sem Ubuntu notar APT til að setja upp forrit líkt og Debian.

Frá og með Raring Ringtail (13.04) er uppfærslustuðningur útgáfa nýju mánuðir (svo sú útgáfa er nú óstudd). Þ.e. hið minnsta, því LTS útgáfur eru nú studdar í fimm ár ókeypis.

Útgáfur

breyta

Nokkrar útgáfur eru studdar á hverjum tíma, t.d. ufangreint nefndar; þ.e. tvær hefðbundnar á hverjum tíma sem skaranast, og margar lengur-studdar, LTS, útgáfur, sem eru studdar í mörg ár, t.d. þar tíl í apríl 2027. Næsta LTS útgáfa sem er nú í smíðum Noble N. (24.04 LTS) er væntanleg 25. apríl 2024.

Nýjasta Ubuntu útgáfan er svokölluð minimal útgáfa. Það er samt hægt að setja auðveldlega og ókeypis inn forrit eins og LibreOffice og Thunderbird, sem í eldri útgáfum voru sjálfgefið sett inn. Forritasafnið, þ.e. sem er aðgengilegt (ókeypis), hefur í megindráttum ekki breyst, það er alltaf að bætast í safnið ný forrit og uppfærslur á eldri, og allt sem áður var fáanlegt (eða sjálfkrafa sett inn), enn fáanlegt.

Hliðarverkefni með önnur útlit

breyta

Ubuntu notaði upphaflega GNOME-sjáborðið, svo Unity (notað í 16.04 LTS), svo aftur GNOME (sem þá var komið í uppfærða útgáfu þrjú). Unity er enn valmöguleiki í öllum nýjustu útgáfum. Forrit virka fyrir annað hvort virka í hinu (og KDE, XFCE o.s.frv.). Hins vegar er útlitið og virknin sem snýr að notanda önnur. Hægt er að fá annað útlit og virkni með öðru skjáborði, og að einhverju leiti önnur forrit sem fylgja með sjálfgefið með því að velja önnur hliðarverkefni en Ubuntu. Þetta er hægt með því að velja hliðarverkefnið í upphafi, en líka er hægt að bæta viðkomandi skjáborði við eftirá og hafa val á milli eða jafnvel hreinsa það upphaflega út.

Hliðarverkefni Ubuntu eru t.d.: Kubuntu (notar KDE) og Xubuntu (notar XFCE) og fleiri.

Tilvísanir

breyta
  1. „Preparing to Install“. Ubuntu Official Documentation. Canonical Ltd. 2018. Afrit af upprunalegu geymt þann 2 júní 2019. Sótt 16. nóvember 2018. „Ubuntu 18.04 LTS Server Edition supports four (4) major architectures: AMD64, ARM, POWER8, LinuxONE and z Systems“
  2. „DistroWatch.com: Put the fun back into computing. Use Linux, BSD“. Sótt 19. apríl 2008.
  3. https://distrowatch.com/weekly.php?issue=20220502#ubuntu
  4. https://ubuntu.com/tutorials/install-ubuntu-on-wsl2-on-windows-11-with-gui-support
  5. https://ubuntu.com/blog/microsoft-azures-ubuntu-server-20-04-lts-deprecation-notice

Tenglar

breyta