Christopher Wren
Sir Christopher James Wren (20. október 1632 — 25. febrúar 1723) var enskur hönnuður, stjörnufræðingur, rúmfræðingur og mesti enski arkitekt sinnar tíðar. Hann teiknaði 53 byggingar í London, þar á meðal Pálskirkjuna. Hann var einn af stofnendum Konunglega enska náttúrufræðifélagsins og verk hans á sviði vísinda voru hátt skrifuð af Isaac Newton og Blaise Pascal.