Kristín Halldórsdóttir

Kristín Halldórsdóttir (20. október 1939 - 14. júlí 2016) var íslenskur stjórnmálamaður og þingkona fyrir Kvennalistann. Kristín var fædd í Varmahlíð í Reykjadal. Foreldrar hennar voru Halldór Víglundsson smiður þar, og Halldóra Sigurjónsdóttir, húsmæðrakennari og síðar skólastjóri Húsmæðraskólans á Laugum. Kristín lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1960 og prófi frá Kennaraskólanum 1961. Hún var kennari við Digranesskóla í Kópavogi 1964–1966, og starfaði sem blaðamaður við Tímann 1961–1964 og við Vikuna 1972–1979 og var hún ritstjóri Vikunnar 1974-1979. Kristín varð þingmaður Samtaka um Kvennalista 1983-1987 og 1987-1989 og 1995-1999 og var auk þess starfskona Kvennalistans á Alþingi í 6 ár. Hún gekk seinna til liðs við Vinstri hreyfinguna-grænt framboð og var framkvæmdastjóri þeirrar hreyfingar og þingsflokks þeirra 2001-2005. Kristín var gift Jónasi Kristjánssyni ritstjóra.

Heimild

breyta