Sheeri Rappaport (fædd 20. október 1977) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í CSI: Crime Scene Investigation og NYPD Blue.

Sheeri Rappaport
Sheeri Rappaport
Sheeri Rappaport
Upplýsingar
FæddSheeri Rappaport
20. október 1977 (1977-10-20) (47 ára)
Ár virk1993 -
Helstu hlutverk
Lögreglukonan Mary Franco í NYPD Blue
Mandy Webster í CSI: Crime Scene Investigation

Einkalíf

breyta

Rappaport fæddist í Dallas, Texas í Bandaríkjunum og bjó hjá foreldrum sínum til níu ára aldurs. Fluttist hún til New York til að reyna sig áfram í leiklistinni. Byrjaði hún í leiklistartímum þegar hún var fimm ára og fékk fyrsta umboðsmann sinn sex ára gömul.

Ferill

breyta

Fyrsta hlutverk Rappaport var í sjónvarpsþættinum Clarissa Explains It All frá 1993. Hún hefur síðan þá komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við: Beverly Hill, 90210, Xena: Warrior Princess, Boomtown og Strong Medicine. Árið 2000 var henni boðið hlutverk í NYPD Blue sem lögreglukonan Mary Franco. Hún hefur síðan 2000 verið með reglulegt gestahlutverk í CSI: Crime Scene Investigation sem fingrafarasérfræðingurinn Mandy Webster.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1996 Little Witches Jamie
2002 Speakeasy Partý móðir
2003 The United States of Leland Vörður nr. 2
2003 Claustrophobia Gina
2004 Larceny Rhonda
2004 Seeing Other People Naomi
2004 Clean Lola
2004 Losing Lois Lane Lois Lane
2004 Last Night Susanna
2004 The Vision Zoe
2011 6 Month Rule Kristi Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1993 Clarissa Explains It All Piper Henderson Þáttur: Piper Comes to Visit
1994 CBS Schoolbreak Special Liz Þáttur: My Summer as a Girl
1996 Beverly Hills, 90210 Sherry Þáttur: Bleeding Hearts
1996 For My Daughter´s Honor Missy Ross Sjónvarpsmynd
1997 Two Voices Amy Sjónvarpsmynd
1998 7th Heaven Connie Gannon 2 þættir
1998 Xena: Warrior Princess Otere 2 þættir
1998 Malcolm & Eddie Allison Þáttur: That´s What Friends Aren´t For
2000-2001 NYPD Blue Lögreglukonan Mary Franco 13 þættir
2003 Boomtown Janice Edwards Þáttur: Lost Child
2003 The District Lorraine 2 þættir
2004 The Drew Carey Show Anabelle 2 þættir
2005 Strong Medicine Melissa Nauls Þáttur: We Wish You a Merry Cryst-Meth
2000-til dags CSI: Crime Scene Investigation Mandy Webster 35 þættir

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta